Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Cosmochemistry, IAGC) voru sett á
stofn 1967, en árið 2004 var nafninu
breytt í International Association for
GeoChemistry með óbreyttri
skammstöfun og er íslenskt heiti
samtakamra eftir það Alþjóðasam-
tök um jarðefnafræði. Innan samtak-
anna starfa nú átta vinnuhópar (e.
working groups). Halldór Ármanns-
son hjá Islenskum orkurannsóknum
er nú í stjórn þess vinnuhóps sam-
takanna sem fjallar um „Samspil
bergs og vatns" (Water rock inter-
action). Þessi vinnuhópur heldur
vísindaráðstefnu á þriggja ára fresti.
Sigurður R. Gíslason hjá Jarð-
vísindastofnun Háskólans er í
vinnuhópi sem fjallar um „Jarðefna-
fræði yfirborðs jarðar" (Geo-
chemistry of the Earth's surface) og
sá vinnuhópur heldur einnig
vísindaráðstefnu á þriggja ára fresti.
Alþjóðasamband um kvarter-
jarðfræði (International Union for
Quaternary Research, INQUA) var
sett á stofn 1928. Sambandið heldur
ráðstefnur reglulega. Islendingar
hafa tekið óbeinan þátt í starfi
ýmissa nefnda á vegum sambands-
ins, á seinni árum einkum Jón
Eiríksson hjá Jarðvísindastofnun
Háskólans. Full ástæða er til þess að
íslendingar gerist formlegir aðilar að
þessu sambandi og þá fyrir atbeina
Jarðfræðafélags íslands.
Framkvæmdanefnd um jarð-
fræðikortlagningu heimsins (Com-
mission for the Geological Map of
the World, CMW) var komið á fót
1881. Þessi nefnd hefur haldið sjálf-
stæði sínu en er þó í tengslum við
Alþjóða jarðfræðisambandið. Islend-
ingar hafa ekki formlega verið aðilar
að þessari framkvæmdanefnd, en
hafa nokkrum sinnum lagt til efni
um ísland í yfirlitskort sem út hafa
komið á vegum nefndarinnar. Helgi
Torfason hjá Náttúrufræðistofnun
íslands hefur undanfarin ár verið
helsti tengiliður Islendinga við
nefndina.
Bandaríska jarðeðlisfræðisam-
bandið (American Geophysical
Union, AGU), sem var sett á fót
1919, er núorðið frjálst samband
rúmlega 41.000 jarðvísindamanna
og stúdenta í 130 þjóðlöndum. Þrátt
fyrir nahúð eru semiilega í því fleiri
jarðfræðingar en jarðeðlisfræðingar,
þeirra á meðal allmargir Islendingar.
Sambandið heldur tvær ráðstefnur á
ári í Bandaríkjunum. Á ráðstefnuna í
desember 2004, sem haldin var í San
Francisco, komu rúmlega 10.000
gestir.
Alþjóðasamtök um jarðhita, sem
einnig hafa verið nefnd Alþjóða
jarðhitasambandið (International
Geothermal Association, IGA), voru
sett á stofn 1988. Alþjóðasamtök um
jarðhita eru frjáls samtök jarðhita-
félaga, stofnana, fyrirtækja og ein-
staklinga í 65 löndum. Samtökin
halda alþjóðlega jarðhitaráðstefnu á
fimm ára fresti. Samorka, samtök
raforku-, hita- og vatnsveitna, sér
um rekstur aðalskrifstofu samtak-
anna 2005-2010 og framkvæmda-
stjóri þeirra er Valgarður Stefánsson.
Þessi samtök eru ekki í tengslum við
fyrrgreind sambönd og samtök.
ÁLÞJÓÐA JARÐFRÆÐU
RÁÐSTEFNAN 2008
Hugmyndin um að Alþjóða
jarðfræðiráðstefnan yrði haldin í
Osló 2008 fæddist hjá Norðmönnum
og kynntu þeir hana á ráðstefnuimi í
Rio de Janeiro árið 2000. Þótt tillagan
hafi upprunalega verið lögð fram án
verulegs samráðs við hinar Norður-
landaþjóðimar hlaut hún fljótt fullan
stuðning þeirra, enda var talið
eðlilegt að ráðstefnan yrði haldin á
vegum allra fimm landanna. Sá
háttur hefur verið hafður á að eitt
eða fleiri lönd lýsa yfir áhuga sínum
á að hýsa jarðfræðiráðstefnuna átta
ámm áður en hún er haldin, en síðan
er ákveðið með atkvæðagreiðslu
fjómm árum áður hvar ráðstefnan
skuli vera.
Norðurlönd hafa tvisvar áður séð
um Alþjóða jarðfræðiráðstefnuna,
árið 1910 í Stokkhólmi og 1960 í
Kaupmannahöfn, sjá 1. töflu. Ráð-
stefnan 1960 varð jarðfræðirann-
Nr. Ár Land Borg
1. 1878 Frakkland París
2. 1881 Ítalía Bologna
3. 1885 Þýskaland Berlín
4. 1888 Stóra-Bretland London
5. 1891 Bandaríkin Washington
6. 1894 Sviss Zúrich
7. 1897 Rússland Sankti Pétursborg
8. 1900 Frakkland París
9. 1903 Austurríki Vín
10. 1906 Mexíkó Mexíkóborg
11. 1910 Svíþjóð Stokkhólmur
12. 1913 Kanada Toronto
13. 1922 Belgía Brussel
14. 1926 Spánn Madríd
15. 1929 Suður-Afríka Pretoria
16. 1933 Bandaríkin Washington
Nr. Ár Land Borg
17. 1937 Sovétríkin Moskva
18. 1948 Stóra-Bretland London
19. 1952 Alsír Algeirsborg
20. 1956 Mexíkó Mexíkóborg
21. 1960 Norðurlönd Kaupmannahöfn
22. 1964 Indland Nýja Dehlí
23. 1968 Tékkóslóvakía Prag
24. 1972 Kanada Montreal
25. 1976 Ástralía Sydney
26. 1980 Frakkland París
27. 1984 Sovétríkin Moskva
28. 1989 Bandaríkin Washington
29. 1992 Japan Kyoto
30. 1996 Kína Bejing
31. 2000 Brasilía Rio de Janeiro
32. 2004 Ítalía Flórens
1. tafla. Alþjóða jarðfræðiráðstefnurnar.
69