Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 73
N áttúruf ræðingurinn
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Fréttir
Örnólfur Thorlacius tók saman
Tölvumynd af Dorian Gray
í sögu Oscars Wilde, „Myndin af Dorian Gray", heldur
söguhetjan æskuljóma srnum óbreyttum þótt árin færist
yfir, en ellimörkin birtast í þess stað á málverki af honum,
sem falið er uppi á hanabjálka.
Nú er unnið að stafrænni útfærslu á þessari hugmynd
á Accenture- rannsóknastofnuninni í Sophia Antipolis,
nærri Nice í Suður-Frakklandi. Myndin birtist í líkams-
stærð á heljarstórum, flötum flotkristalssjónvarpsskjá
(LCD), sem tengdur er kerfi myndavéla og flóknum
hugbiinaði.
Kerfið er fóðrað með upplýsingum um lífsstíl þess sem
myndin er af. Annars vegar eru til þess notaðar fjöl-
margar myndavélar utan- og irtnanhúss, er skrá allar
hreyfingar persónunnar - og ekki síður hreyfingarleysi.
Þessu er fylgt eftir með spumingum um lífsvenjur, þar
með um mat og drykk. Að því tilskildu að svarað sé rétt
og heiðarlega á kerfið að geta dregið upp mynd af senni-
legu útliti viðfangspersónunnar eftir fimm ár.
Þegar þessi persóna sest framan við sjónvarpsskjáinn
birtist fyrst spegilmynd, eins og hann eða hún lítur út þar
og þá. Þegar svo er ýtt á takka blasir við önnur mynd,
spásögn um útlitið fimm árum síðar að óbreyttum
lífsvenjum. Þetta verður „eðlileg" spegilmynd, sem
hreyfir sig og breytir svip með breyttu háttemi þess sem
framan við spegilinn situr.
Ut frá matarvenjum og líkamsbeitingu framreiknar
tölvan breytta líkamsþyngd viðfangsins og bætir - ef við
á - tilskildum fjölda kílóa á viðeigandi parta af myndinni.
Annað forrit tekur til við andlitið. Ofneysla áfengis
markar hmkkur í það, poka undir augun o.s.frv.
Nokkuð vantar á að kerfið sé tilbúið en oddviti
rannsóknastofunnar, Martin Illsey, vonast til að geta sýnt
fmmgerð spáspegilsins á miðju þessu ári, ef vel tekst til
með atferlisgreiningu og hugbúnað. Vonir standa til að
einhverjir láti af hóflausum lífsstíl við það að sjá vofu
lifnaðar síns varpað fram í ókominn tíma.
Sjá „Through the looking glass" eftir Will Knight.
New Scientist, 5.febrúar 2005, bls. 23.
Steinaldarkettir
Til skamms tíma töldu menn að Egyptar hefðu fyrstir
manna alið heimilisketti, fyrir um 4000 ámm. Samkvæmt
Degerbol1 var þar helgi á ljónum, sem gengu laus í
hofunum, en þau vom óstýrilát og nokkur afföll urðu á
prestum af þeirra völdum. Datt mönnum þá í hug að
minni og meinlausari frændur ljónanna gætu gert sama
gagn, og guðimir virðast hafa sætt sig við það.
Nú hafa komið í ljós merki um kattahald fyrir nærri
10.000 ámm. Frá þeim tíma em styttur af köttum úr steini
eða leir í Sýrlandi, Tyrklandi og Israel, og á Kýpur hafa
bein af ketti fundist hjá rnanni, trúlega eigandanum, í gröf
sem tekin var íyrir 9000 til 9500 ámm. Ljóst þykir að um
að þetta hafi verið alikisa, því dýrið var jarðsett með
viðhöfn ásamt manninum og engir kettir lifðu villtir á
eyjunni - og raimar engin dýr af kattaætt2
Um tilganginn með kattahaldinu er fátt vitað. Kannski
vom fyrstu kettimir einfaldlega hafðir sem gæludýr.
Nærtækt er að hugsa sér að þeir hafi verið aldir til músa-
veiða, en það er engan veginn ljóst. Rómverjar höfðu litla
merði, frittur, til að veiða mýs, og ekki em heimildir um
músaveiðiketti í Evrópu fyrr en síðar.
I Grágás er getið um kattarbelgi sem verslunarvöru á
íslandi.
Heimildir:
1. Degerbol, Magnus 1962: Husdyr og mennesker. Munksgárd, Kaupmannahöfn.
2. Muir, Hazel 2004: "Stone Age cats made great pets." New Scientist, 17. apríl,
bls. 13.
Hómer gegn háþrýstingi
Þýskir Kfeðlisfræðingar hafa komist að því að lestur klass-
ískra ljóða getur haft góð áhrif á heilsuna. Þeir létu
sjálfboðaliða gera eitt af þrennu - lesa upp lir Ódysseifs-
kviðu Hómers, draga andann sex sinnum á mínútu, og loks
var viðmiðunarhópur sem ekkert las og andaði eðlilega.
I Ijós kom að ljóðalesturinn stuðlaði að vemlegri sam-
hæfingu á öndun og hjartslætti, samhæfingu sem þykir
holl hjartasjúklingum. Hæga, stýrða öndunin gerði
nokkurt gagn, en ekki eins mikið og lesturinn, og í við-
miðunarhópnum greindust að vonum engin merki
samhæfii'igar.
Við bætist að lesturinn vakti hjá lesendunum ánægju,
en þeir sem tempmðu andardráttinn vom hundleiðir.
En það er ekki sama hvað lesið er. Bragarhátturinn á
Hómerskviðum, hexameter eða sexliðaháttur, er einkar
hjartastyrkjandi. I tilrauninni lásu mennimir kviðumar í
þýskri þýðingu þar sem bragarháttur frumkvæðanna hélst.
Á Ítalíu komust læknar að því að lestur Ave Maria á
latínu gagnaðist við að hægja á öndun og hjartslætti,
einnig jóga-mantra þulur á fmmmálinu.
Forstöðumaður þýsku tilraunanna, Dirk Cysarz,
vonar að ljóðalestur geti læknað háþrýsting og sjúkling-
arnir muni hafa gleði af meðferðimii.
Sjá "Heartbeat poetry" eftir Nicole Garbarini.
Scientific American, okt. 2004, bls. 13.
71