Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 11
4. mynd. Glómosi: a. greinótt eintak, b. blað og c. frumur f efri hluta blaðs með nokkrum
frumuþráðumfrá smávöxnumfrumum. - Hookeria lucenv: a. sparsely branched specimen, b.
leafand c. cells in the upperpart ofstem leafwith uniceriate filamentsproducedfrom small
cells. Teikning/drawings A.H.B.
stöngli í tvær áttir og virðast sprotar því
flatir. Blöð eru fremur þéttstæð, flöt, oftast
ósamhverf, breiðegglaga og allstór, eða um
3x5 mm; þau eru snubbótt, heilrend og
alveg riflaus.
Frumur í blöðum eru hálfgagnsæjar og
svo stórar að þær sjást við litla stækkun (10-
falda). I blaðmiðju eru þær óreglulega sex-
hyrndar eða tígullaga, 60-100 pm á breidd,
en lengdin er um tvöföld til þreföld á við
breiddina; neðarlega í blaði eru frumur lítið
eitt lengri en örlítið ntjórri með jöðrum.
Veggir frumna eru heilir og fremur þunnir. Á
stöku stað eru smærri frumuhópar inni á
milli, einkum framarlega í blöðum. Ut úr
frumum þessurn vaxa oft einfaldir, grænir
frumuþræðir, sem kunna að losna frá og
verða að nýjum plöntum.
Plöntur eru tvíkynja en egg- og frjóhirslur
eru aðskildar. Tveirgróhirslustilkar, um 2 cm
á lengd, voru á þeim eintökum sem var
safnað en engar gróhirslur. Sennilegt er að
gróhirslur þroskist ekki fyrr en síðla hausts
eða í vetrarbyrjun.
Mosategund þessi er fremur auðþekkt og
mjög ósennilegt að menn villist á henni og
einhverri annarri. í þurrki verða blöðin
hvítleit og skínandi. Tegundinni hefur því
verið valið nafnið glómosi, sbr. no. glókollur
og so. glóa, blika, tindra, lýsa- með hliðsjón
af viðurnafninu lucens, ljómandi, ljós.
Glómosi heyrir til stórri ætt, glómosaætt
(Hookeriaceae), en flestar aðrar tegundir
innan hennar lifa í hitabeltinu. Hann vex
einkurn þar sem úrkoma er rnikil og vetur
mildir, eða í hafrænu loftslagi. Aðal-
útbreiðslan er í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku vestanverðri. Þá vex tegundin í
Makaronesíu, en það eru eyjaklasar undan
vesturströnd Afríku, og í Túnis, en einnig á
stöku stað í Norðaustur-Tyrklandi og
Vestur-Kákasus og á allnokkru svæði í
Karpatafjöllum. Annars staðar á Norður-
löndum er tegundin algengust í suðvestur-
hluta Noregs, hún er víða í Færeyjum, vex á
einum 30 stöðum í vestanverðri Svíþjóð en
ekki nema á tveimur stöðum í Danmörku (5.
mynd;Bohlin, A. o.fl. 1977, Jannert, B. 1996,
Jensen, C. 1901,Lawton 1971, Potier de la
Varde 1949).
■ VAXTARSTAÐUR OG
VAXTARSKILYRÐI
Búsvæði glómosa á Norðurlöndum eru um
margt lík. í Noregi vex hann tíðast þar sem
einhver rekja er, í gjóturn, neðst við kletta, á
73