Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 11
4. mynd. Glómosi: a. greinótt eintak, b. blað og c. frumur f efri hluta blaðs með nokkrum frumuþráðumfrá smávöxnumfrumum. - Hookeria lucenv: a. sparsely branched specimen, b. leafand c. cells in the upperpart ofstem leafwith uniceriate filamentsproducedfrom small cells. Teikning/drawings A.H.B. stöngli í tvær áttir og virðast sprotar því flatir. Blöð eru fremur þéttstæð, flöt, oftast ósamhverf, breiðegglaga og allstór, eða um 3x5 mm; þau eru snubbótt, heilrend og alveg riflaus. Frumur í blöðum eru hálfgagnsæjar og svo stórar að þær sjást við litla stækkun (10- falda). I blaðmiðju eru þær óreglulega sex- hyrndar eða tígullaga, 60-100 pm á breidd, en lengdin er um tvöföld til þreföld á við breiddina; neðarlega í blaði eru frumur lítið eitt lengri en örlítið ntjórri með jöðrum. Veggir frumna eru heilir og fremur þunnir. Á stöku stað eru smærri frumuhópar inni á milli, einkum framarlega í blöðum. Ut úr frumum þessurn vaxa oft einfaldir, grænir frumuþræðir, sem kunna að losna frá og verða að nýjum plöntum. Plöntur eru tvíkynja en egg- og frjóhirslur eru aðskildar. Tveirgróhirslustilkar, um 2 cm á lengd, voru á þeim eintökum sem var safnað en engar gróhirslur. Sennilegt er að gróhirslur þroskist ekki fyrr en síðla hausts eða í vetrarbyrjun. Mosategund þessi er fremur auðþekkt og mjög ósennilegt að menn villist á henni og einhverri annarri. í þurrki verða blöðin hvítleit og skínandi. Tegundinni hefur því verið valið nafnið glómosi, sbr. no. glókollur og so. glóa, blika, tindra, lýsa- með hliðsjón af viðurnafninu lucens, ljómandi, ljós. Glómosi heyrir til stórri ætt, glómosaætt (Hookeriaceae), en flestar aðrar tegundir innan hennar lifa í hitabeltinu. Hann vex einkurn þar sem úrkoma er rnikil og vetur mildir, eða í hafrænu loftslagi. Aðal- útbreiðslan er í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku vestanverðri. Þá vex tegundin í Makaronesíu, en það eru eyjaklasar undan vesturströnd Afríku, og í Túnis, en einnig á stöku stað í Norðaustur-Tyrklandi og Vestur-Kákasus og á allnokkru svæði í Karpatafjöllum. Annars staðar á Norður- löndum er tegundin algengust í suðvestur- hluta Noregs, hún er víða í Færeyjum, vex á einum 30 stöðum í vestanverðri Svíþjóð en ekki nema á tveimur stöðum í Danmörku (5. mynd;Bohlin, A. o.fl. 1977, Jannert, B. 1996, Jensen, C. 1901,Lawton 1971, Potier de la Varde 1949). ■ VAXTARSTAÐUR OG VAXTARSKILYRÐI Búsvæði glómosa á Norðurlöndum eru um margt lík. í Noregi vex hann tíðast þar sem einhver rekja er, í gjóturn, neðst við kletta, á 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.