Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 42
■ VIÐAUKAR A ALDURSÁKVÖRÐUN LIBBYS Á grundvelli þeirra gagna sem Libby hafði tekist að safna í upphafi sjötta áratugarins áleit hann að C-14 remman í öllum nýsprottnum gróðri, A(), hefði haldist óbreytt í þúsundir ára og þessa remmu gæti hann því mælt í ungum plöntum. Libby hafði mælt helmingunartíma geislakolsins og fengið 5568±30 ár. Af lögmálinu um geislahrörnun var nú hægt að reikna út aldur jurtaleifa, T, þegar C-14 remma þeirra, Ax, hafði verið mæld: r = - (5568/ln2) ln(Av /Ag) = - 8033 ln(A( /Ag) (2) þar sem 8033 er meðalævi C-14 atómanna. Af þessari jöfnu er ljóst að einungis þarf að mæla hlutfall geislastyrks tveggja sýna. Mælingar, sem rætt er um í Viðauka G, sýndu að A() er 95% af remmu alþjóðlegs mælistaðals, sem var oxalsýra, gerð af National Bureau of Standards í Bandaríkjunum, sem allar aldursgreiningarstofur fengu skammt af. Ef remma oxalsýrunnar er táknuð með Am fæst reiknaður aldur af jöfnunni: r = - 8033 ln[Av RAox 0,95)] (3) Innleiddur hefur verið sýndarstaðall, Modern Standard (MS), sem er skilgreindur út frá oxalsýrunni og hefur MS-staðallinn C-14 remmu sem er 95% af remmu hennar; hann hefur því nákvæmlega sama gildi og A0. Styrkur sýna er oft gefinn sem %MC. Þar eð oxalsýran er grunnviðmiðun og remman Ag aðeins nálgunargildi, hefði verið einfaldara að miða remmu allra sýna við oxalsýruna, en á þeim tíma sem MS-staðallinn var innleiddur var enn talið að remman í nýsprottnum gróðri hefði ávallt verið hin sama. Sýndarstaðallinn Modern Standard er dæmi um eina af sögulegum flækjum geislakolsgreininganna. B. C13/C12-HLUTFALLIÐ OG SAMSÆTUHLIÐRUN C13/C12-hlutfallið má mæla með mikilli nákvæmni í massagreini. Hlutfallið er nær ávallt miðað við remmu staðalsýnis, sem er sjávarkarbónat, og er þá jafnan mælt hlutfallslegt frávik frá staðlinum, svokallað SI3C -gildi (delta-gildi); 813C= (C13/C12)sín. / (C13/C12)itaðall -1 (4) Þetta frávik er venjulega sýnt í þúsundustuhlutum (%o) og frávikið er alls staðar í lofthjúpi jarðar nánast hið sama, -8,0%c. Enda þótt allt kolefni plantna komi úr andrúmsloftinu er C-13 remma þeirra lægri en í lofthjúpnum, eða á bilinu -20%o til -30%c. Þessi lækkun í samsætu- hlutfallinu, sem verður við ljóslífgun, nefnist samsætuhliðrun. Hún stafar af því að efnahvörfin eru dálítið hæggengari fyrir C-13 en C-12 atómin vegna massamunar atómanna. Hliðrunin er mismikil eftir aðstæðum, því ljóslífgunin og efnahvörf í plöntum verða við mismunandi hita og eftir tveimur afbrigðum í ferli ljóslífgunarinnar. Meðalgildið fyrir 813C í plöntum er -25%c. 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.