Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 42
■ VIÐAUKAR A ALDURSÁKVÖRÐUN LIBBYS Á grundvelli þeirra gagna sem Libby hafði tekist að safna í upphafi sjötta áratugarins áleit hann að C-14 remman í öllum nýsprottnum gróðri, A(), hefði haldist óbreytt í þúsundir ára og þessa remmu gæti hann því mælt í ungum plöntum. Libby hafði mælt helmingunartíma geislakolsins og fengið 5568±30 ár. Af lögmálinu um geislahrörnun var nú hægt að reikna út aldur jurtaleifa, T, þegar C-14 remma þeirra, Ax, hafði verið mæld: r = - (5568/ln2) ln(Av /Ag) = - 8033 ln(A( /Ag) (2) þar sem 8033 er meðalævi C-14 atómanna. Af þessari jöfnu er ljóst að einungis þarf að mæla hlutfall geislastyrks tveggja sýna. Mælingar, sem rætt er um í Viðauka G, sýndu að A() er 95% af remmu alþjóðlegs mælistaðals, sem var oxalsýra, gerð af National Bureau of Standards í Bandaríkjunum, sem allar aldursgreiningarstofur fengu skammt af. Ef remma oxalsýrunnar er táknuð með Am fæst reiknaður aldur af jöfnunni: r = - 8033 ln[Av RAox 0,95)] (3) Innleiddur hefur verið sýndarstaðall, Modern Standard (MS), sem er skilgreindur út frá oxalsýrunni og hefur MS-staðallinn C-14 remmu sem er 95% af remmu hennar; hann hefur því nákvæmlega sama gildi og A0. Styrkur sýna er oft gefinn sem %MC. Þar eð oxalsýran er grunnviðmiðun og remman Ag aðeins nálgunargildi, hefði verið einfaldara að miða remmu allra sýna við oxalsýruna, en á þeim tíma sem MS-staðallinn var innleiddur var enn talið að remman í nýsprottnum gróðri hefði ávallt verið hin sama. Sýndarstaðallinn Modern Standard er dæmi um eina af sögulegum flækjum geislakolsgreininganna. B. C13/C12-HLUTFALLIÐ OG SAMSÆTUHLIÐRUN C13/C12-hlutfallið má mæla með mikilli nákvæmni í massagreini. Hlutfallið er nær ávallt miðað við remmu staðalsýnis, sem er sjávarkarbónat, og er þá jafnan mælt hlutfallslegt frávik frá staðlinum, svokallað SI3C -gildi (delta-gildi); 813C= (C13/C12)sín. / (C13/C12)itaðall -1 (4) Þetta frávik er venjulega sýnt í þúsundustuhlutum (%o) og frávikið er alls staðar í lofthjúpi jarðar nánast hið sama, -8,0%c. Enda þótt allt kolefni plantna komi úr andrúmsloftinu er C-13 remma þeirra lægri en í lofthjúpnum, eða á bilinu -20%o til -30%c. Þessi lækkun í samsætu- hlutfallinu, sem verður við ljóslífgun, nefnist samsætuhliðrun. Hún stafar af því að efnahvörfin eru dálítið hæggengari fyrir C-13 en C-12 atómin vegna massamunar atómanna. Hliðrunin er mismikil eftir aðstæðum, því ljóslífgunin og efnahvörf í plöntum verða við mismunandi hita og eftir tveimur afbrigðum í ferli ljóslífgunarinnar. Meðalgildið fyrir 813C í plöntum er -25%c. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.