Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 26
Milljónir ára 0 -■ 1 2 -• 3 ■ 4 ■■ 7 -■ I n Fjörudoppa í Búlandshöfða Littorina littorea in Búlandshöfdi Myndun fjörudoppu og útbreidd jöklun The first appearance of Littorina littorea and an extensive glaciation Mörk tígul- og krókskeljalaga á Tjörnesi The boundary between the Mactra and Serripes Zones Opnun Beringssunds Opening of the Bering Strait Hraun undir Tjörneslögum Lavas underlying the Tjörnes beds 4. mynd. Tímaröð helstu atburða. - Chronology ofevents. Þorvalds, eða öllu heldur þeirra sem hjálp- uðu honum við greininguna, hafi verið röng og að um hafi verið að ræða klettadoppu en ekki fjörudoppu. Því miður hafa skeljarnar sem hann greindi ekki fundist aftur og ekki vitað hvar þær eru niðurkomnar. Þegar N. Spjeldnaes og K.E. Henningsmoen (1963) og einnig D.G. Reid (1996) nefndu fjöru- doppu úr seti frá miðbiki nútíma á Islandi er greinilegt að þeir notuðu grein Þorvalds (1892) sem heimild, enda vitna þau í hana. Því virðist sem einhver ruglingur hafi orðið á tímasetningu þar sem fyrrnefnd sýni eru frá byrjun nútíma og þá um það bil helmingi eldri. Höfundar þessarar greinar hafa greint talsvert mikið af skeldýrum úr seti mynduðu á nútíma og ekki fundið fjörudoppu í neinu þeirra. I sumum sýnunum voru allt að 800 skeljar af doppum (Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson 1999). Því hallast höfundar að því að fjöru- doppan hafi alls ekki lifað við Island um miðbik nútíma, þegar hér var hvað hæstur sjávarhiti eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Ekki getur það þó talist óeðlilegt að gera ráð fyrir henni hér við land á þeim tíma, því tegundin gat þá vafalaust lifað hér, en líklega hefur þessi grunnsjávar- tegund þá ekki komist hingað. Árið 1999 fann fyrri höfund- ur þessarar greinar fjöru- doppu í strandseti frá hlý- skeiði ísaldar ofarlega í Búlandshöfða á Snæfellsnesi (Ólöf E. Leifsdóttir 1999). Þar var hún í skeljasamfélagi ásamt kræklingi, kúfskel og öðrum grunnsjávartegund- um. A setinu í Búlandshöfða liggur hraunlag, sem hefur verið aldursákvarðað með kalíum-argon aðferð, en það er l,l±0,12milljónáragamalt (Kristinn J. Albertsson 1976). Setið er því frá miðbiki ísaldar, litlu eldra en hraunlagið sem hvílir á því, en þó frá sama hlýskeiði (4. mynd). Lag þetta hvílir á jökulrispuðu tertíeru blágrýti. Tegunda- greiningin (1. mynd, c-d) var staðfest af Dr. David G. Reid í British Museum vorið 2000. Þessi niðurstaða gefur til kynna að Búlandshöfði sé eini staðurinn þar sem fjörudoppa hefur fundist á Islandi svo óyggjandi sé. ■ þróun og flutningur A meðal núlifandi tegunda er aurdoppa (Littorina squalida) náskyldasti ættingi fjörudoppu (L. littorea), en í dag lifir aurdoppa eingöngu í Kyrrahafi (Reid 1996). Skeljagerð, margs konar líffærafræðileg atriði, samsetning kjarnsýra (DNA) og ensíma - allt bendir þetta eindregið til þess að fjörudoppa hafi þróast frá aurdoppu 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.