Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 26
Milljónir ára 0 -■ 1 2 -• 3 ■ 4 ■■ 7 -■ I n Fjörudoppa í Búlandshöfða Littorina littorea in Búlandshöfdi Myndun fjörudoppu og útbreidd jöklun The first appearance of Littorina littorea and an extensive glaciation Mörk tígul- og krókskeljalaga á Tjörnesi The boundary between the Mactra and Serripes Zones Opnun Beringssunds Opening of the Bering Strait Hraun undir Tjörneslögum Lavas underlying the Tjörnes beds 4. mynd. Tímaröð helstu atburða. - Chronology ofevents. Þorvalds, eða öllu heldur þeirra sem hjálp- uðu honum við greininguna, hafi verið röng og að um hafi verið að ræða klettadoppu en ekki fjörudoppu. Því miður hafa skeljarnar sem hann greindi ekki fundist aftur og ekki vitað hvar þær eru niðurkomnar. Þegar N. Spjeldnaes og K.E. Henningsmoen (1963) og einnig D.G. Reid (1996) nefndu fjöru- doppu úr seti frá miðbiki nútíma á Islandi er greinilegt að þeir notuðu grein Þorvalds (1892) sem heimild, enda vitna þau í hana. Því virðist sem einhver ruglingur hafi orðið á tímasetningu þar sem fyrrnefnd sýni eru frá byrjun nútíma og þá um það bil helmingi eldri. Höfundar þessarar greinar hafa greint talsvert mikið af skeldýrum úr seti mynduðu á nútíma og ekki fundið fjörudoppu í neinu þeirra. I sumum sýnunum voru allt að 800 skeljar af doppum (Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson 1999). Því hallast höfundar að því að fjöru- doppan hafi alls ekki lifað við Island um miðbik nútíma, þegar hér var hvað hæstur sjávarhiti eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Ekki getur það þó talist óeðlilegt að gera ráð fyrir henni hér við land á þeim tíma, því tegundin gat þá vafalaust lifað hér, en líklega hefur þessi grunnsjávar- tegund þá ekki komist hingað. Árið 1999 fann fyrri höfund- ur þessarar greinar fjöru- doppu í strandseti frá hlý- skeiði ísaldar ofarlega í Búlandshöfða á Snæfellsnesi (Ólöf E. Leifsdóttir 1999). Þar var hún í skeljasamfélagi ásamt kræklingi, kúfskel og öðrum grunnsjávartegund- um. A setinu í Búlandshöfða liggur hraunlag, sem hefur verið aldursákvarðað með kalíum-argon aðferð, en það er l,l±0,12milljónáragamalt (Kristinn J. Albertsson 1976). Setið er því frá miðbiki ísaldar, litlu eldra en hraunlagið sem hvílir á því, en þó frá sama hlýskeiði (4. mynd). Lag þetta hvílir á jökulrispuðu tertíeru blágrýti. Tegunda- greiningin (1. mynd, c-d) var staðfest af Dr. David G. Reid í British Museum vorið 2000. Þessi niðurstaða gefur til kynna að Búlandshöfði sé eini staðurinn þar sem fjörudoppa hefur fundist á Islandi svo óyggjandi sé. ■ þróun og flutningur A meðal núlifandi tegunda er aurdoppa (Littorina squalida) náskyldasti ættingi fjörudoppu (L. littorea), en í dag lifir aurdoppa eingöngu í Kyrrahafi (Reid 1996). Skeljagerð, margs konar líffærafræðileg atriði, samsetning kjarnsýra (DNA) og ensíma - allt bendir þetta eindregið til þess að fjörudoppa hafi þróast frá aurdoppu 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.