Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 22
1969). Á þessum stöðum hefur tegundinni þó ekki tekist að ná fastri búsetu (Reid 1996). Daninn Otto Fabricius (1780) gat um fjörudoppu við Grænland, en um var að ræða klettadoppu, Littorina saxatilis (Olivi, 1792). í annarri frásögn af tegundinni við Grænland virðist viðkomandi höfundur hafa farið landavillt (Reid 1996). Á nítjándu öld var þrisvar getið um tegundina við Færeyjar, en hún hefur ekki fundist þar síðan þrátt fyrir ítrekaða leit (Mprch 1868, Spárck og Thorson 1933). Færeyingurinn Nicolai Mohr (1786) varð fyrstur til að nefna Turbo littoreus frá íslandi, en ljóst er af skrifum hans að hann var fyrst og fremst að fjalla um klettadoppu og þangdoppu, Littorina obtusata (Linné, 1758), án þess að greina þar á milli. Daninn Otto A.L. Mprch (1868) kom næstur og skrifaði: „Fáein eintök, ekki lengri en 15 mm, eru í safni Kristjáns VIII merkt „ex Islandia, Johnsen;“ en mér sýnist einhver ruglingur hafa orðið.“ Þessi eintök eru raunar fjögur og enn varðveitt í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Aðeins er um að ræða skeljar án dýra, en þær eru svo ferskar að talið var ólfklegt að þær væru úr jarðlögum (Thorson 1941). Ennfremur er ein skel merkt „Isld Steenstrup“, en Gunnar Thorson (1941) komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti hins vegar verið komin úr jarðlögum. Jafnframt eru í safninu tvær aðrar skeljar frá Islandi merktar Littorina littorea. Onnur fannst í fjörunni á Isafirði (Skutulsfirði) en hin í Arnarfirði. Vorið 1999 skoðaði seinni höfundur þessarar greinar fyrrnefndar skeljar í Dýrafræðisafninu í Kaupmanna- höfn og varð niðurstaða hans sú að þær tilheyri allar klettadoppu, Littorina saxa- tilis (Olivi, 1792). Þá virðisteinhverrugling- ur hafa orðið er skeljarnar frá Isafirði og Arnarfirði voru skráðar í safnið, því A.C. Johansen, sem fann skeljarnar, vísaði til þeirra í grein árið 1901 og nefndi þær þá Littorina groenlandica Menke, 1830 og Littorina rudis (Maton, 1797). Að lokumber að nefna að nokkrar fjörudoppur fundust í gömlu dönsku skipi sem strandaði við Flatey á Breiðafirði, en líklega hafa skeljarn- ar komið með kjölfestu skipsins frá Dan- mörku (Ingimar Óskarsson 1973). Þetta virðast einu heimildirnar um tegundina hér við land í dag og þar sem engin lifandi eintök hafa fundist verður að teljast næsta víst að hún lifi ekki hér. ■ VISTFRÆÐl OG LÍFFRÆÐI Fjörudoppan lifir einkum á föstum og stöðugum botni í flestum fjörugerðum nema helst mjög opinni klettaströnd. Venjulega heldur dýrið sig á steinum eða klettum milli há- og lágflæðimarka innan um þörunga. Einnig lifir tegundin á leirbotni og í einstaka tilvikum á sandbotni þar sem er traust festa. Tegundin nær allt niður á 60 metra dýpi við norðurströnd Bretlands og í Skagerrak (Fretterog Graham 1962,1980, Reid 1996). Tegundin þolir allháan hita, en þó meiri í lofti en sjó. E.E. Sandison (1967) greindi frá því að dýrið félli í dá við 32°C lofthita og 31°C sjávarhita. Hitadauði varð við 42°C lofthita og 40°C sjávarhita hjá eintökum úr Firth of Forth í Skotlandi. Ef hitastig fellur niður fyrir 8°C leggjast flest dýrin í dvala og eyða hluta af vetrinum án þess að nærast (Fretter og Graham 1980), og gjarnan flytja dýrin sig neðar í fjöruna til að forðast kulda (Gendron 1977). Fjörudoppa finnst oft við ármynni og stundum halda dýrin inn í firði og upp í árósa þar sem seltan er aðeins um 9-10%c (Fretter og Graham 1980). Hún lifir mest á kísilþörungum, þörungagróum og gróður- leifum, en einstaka sinnum á dýraleifum (Fretterog Graham 1980, Reid 1996). Kvendýrið gýtur um það bil 500 svif- lægum eggjum er klekjast út á 5-6 dögum. Lirfan er einnig sviflæg og er sviftíminn oftast 4-5 vikur (Fretter og Graham 1980). Dýrið virðist geta náð allt að 20 ára aldri (Woodward 1913). ■ jARÐSAGA Jarðsöguleg dreifing fjörudoppunnar bendir til þess að hún komi fyrst fram í jarðlögum frá plíósenlíma, efst á tertíer- 100 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.