Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 98
Fréttir
KONUR OG ÁFENGI
Það er alkunna að konur verða drukknari en karlar af sama magni léttra eða sterkra vína. Ef
áfenginu er dælt inn í æð er kynjamunurinn enginn. Sömuleiðis kom í ljós að konur þola bjór
álíka vel og jafnþungir karlar.
Skýring á þessu hefur nú verið rakin til eins af þremur ensímum sem sundra alkohóli í maga.
Þetta ensím, -alkohóldehydrógenasi (-ADH), reyndist nærri tvöfalt virkara í körlum en konum
við ákveðin skilyrði. í tilraun, þar sem áhrif missterkra drykkja á kynin voru mæld, kom í Ijós að
þegar drukkið var 10% til 40% áfengi, til dæmis rauðvín eða viskí, jókst virkni -ADH til muna
í körlum en ekki í konum. Neysla 5% áfengis, svo sem venjulegs bjórs, hafði hins vegar hvorki
áhrif á ensímvirknina í konum né körlum.
En þótt stúlkur geti með þessu móti haldið hlut sínum gagnvart piltum, mæla höfundar
skýrslunnar, sem hér er vitnað í, ekki með bjórdrykkju kvenna. Þeir benda á aðrar rannsóknir
sem leitt hafa í ljós að áfengi hefur mun skaðlegri áhrif á lifur og fleiri líffæri í konum en körlum,
auk þess sem konur eru yfírleitt léttari en karlar og fituhlutfallið í líkamanum hærra, sem hvort
tveggja stuðlar að því að þær þola verr áfengi. í skýrslunni er lagt til að í boðum þar sem
áfengi er veitt verði það borið fram í glösum af tveimur stærðum, og fái konur minni glösin.
New Scientist, 21. apríl 2001, bls. 6.
Örnólfur Thorlacius endursagði.
176