Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 37
2. mynd. Gos að hefjast í Strokki við Geysi. Erlendir vísindamenn á fyrri öldum rituðu
margt um íslenska hveri, einkum gosvirkni þeirra. Merkar aihuganir voru einnig gerðar á
efnasamsetningu hveravatns og hverahrúðurs, sem og gróðri kringum hverina.
Vangaveltur J. Tyndalls upp úr miðri 19. öld um bláleitan lit vatnsins ísumum hverum geta
ásamt öðru hafa leitt til skýringar á bláma himinsins. - Geysers were afavourite subject of
scientists visiting Iceland in past centuries, especially their eruptions. However, valuable
work was also done on tlie chemistry, biology, and colour ofthe hot springs. Mynd/photo
Leó Kristjánsson 2001.
hvers vegna himinninn væri blár, og eru
niðurstöður hans úr þeim enn í fullu gildi.
Má velta því fyrir sér hvort rætur áhuga
Tyndalls á bláma himinsins kunni að
einhverju leyti að liggja í litbrigðum
íslensku hveranna. Bláminn stafar í báðum
tilfellum af því að örsmáar agnir, sem hvítt
ljós fellur á, reynast gefa frá sér meira af
bláu ljósi en rauðu. Fyrrnefndar tilrauna-
niðurstöður Tyndalls leiddu, ásamt
svipuðum niðurstöðum annarra, til víð-
tækra kennilegra rannsókna á víxlverkun
ljóss og efniseinda. Komu að þeim sumir
þekktustu eðlisfræðingar heims, þeirra á
meðal Rayleigh lávarður og Albert
Einstein.
Svo haldið sé áfram með hverina, þá
tíundar Haraldur Sigurðsson (1991)
efnagreiningar hins merka skoska efna-
fræðings J. Blacks á sýnum af hveravatni og
hverahrúðri, sem leiðangur J. Stanleys
safnaði hér 1789. Haraldur hefur hinsvegar
misst af öðrum stórmerkum efnafræðingi,
Þjóðverjanum M.H. Klaproth sem lýsti
svipuðum rannsóknum um svipað leyti.
Grein eftir hann er skráð þannig hjá Royal
Society:
- Chemische Untersuchung des siedenden
Quellwassers auf Island und des davon
abgesetzten Kieseltuffs. Samml. Deutsch.
Abh.3,1799,15-21.
í æviskrám vísindamanna eftir J. Poggen-
dorff er grein þessi sögð hafa birst nokkrum
árum fyrr og einnig á frönsku. Mér hefur ekki
tekist að ná í hana til að finna hvaðan sýni
Klaproths komu. Klaproth gerði ýmsar
115