Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 16
hægt að kaupa og selja náttúrufyrirbæri á almennum markaði. Meginþátturinn í skil- yrtu verðmætamati er því að búa til ímynd- aðan markað, sem kynntur er fyrir fólki og gefur einstaklingum tækifæri til að „kaupa“ umrædd náttúrufyrirbæri (MacMillan og Duff 1998). Eftir að þátttakendum voru gefnar upplýsingar um náttúruauðlindir við Kárahnjúka, fyrirhugaða nýtingu þeirra og hugsanleg umhverfisáhrif, var þeim sagt frá því að ein af leiðunum til að vernda svæðið væri að stofna þjóðgarð. Einnig var útskýrt fyrir þátttakendum að þjóðgarður myndi kosta peninga og að skattar yrðu notaðir til að mæta þeim kostnaði, þannig að hver og einn myndi borga fyrir stofnun þjóðgarðs með auknum sköttum. Þessi ímyndaði markaður var valinn vegna þess að ýmis umhverfissamtök hafa lagt fram tillögur um stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul og því var gert ráð fyrir að hann væri raunhæfur og trúverðugur. Þar sem gera mátti ráð fyrir að ekki væru allir ánægðir með þjóðgarðshugmyndina voru þátttakendur beðnir að velja milli þriggja möguleika varðandi framtíðar- skipulag Kárahnjúkasvæðis: a) þjóðgarður, b) vatnsaflsvirkjun, c) hvorki þjóðgarður né virkjun. Þeir sem vildu fá þjóðgarð voru síðan spurðir um greiðsluvilja: Hversu mikið væri heimili þitt tilbúið að borga í mesta lagi í formi aukinna árlegra skatta sem færu í að stofna þjóðgarð? Hvað varðar óskir fólks um framtíðar- skipulag Kárahnjúkasvæðisins, þá studdu 53% þjóðgarðstillöguna, 26% vildu fá vatnsaflsvirkjun, en 21% vildi hvorki þjóðgarð né vatnsaflsvirkjun. Þeir sem voru á móti þjóðgarði hafa engan greiðsluvilja og voru teknir inn sem núllgildi í útreikningi meðalgreiðsluvilja. I ljós kom að meðalgreiðsluvilji íslenskra heimila til að vernda Kárahnjúkasvæðið með stofnun þjóðgarðs er 3.900 krónur. Með því að margfalda þessa tölu með fjölda heimila á íslandi fást 385 milljónir króna, sem er þá áætlað heildarverðmæti náttúrunnar á lón- og stíflustæðinu. Þessi upphæð endurspeglar þann hag sem íslenska þjóðin telur sig hafa af því að stofna þjóðgarð á svæðinu, en jafnframt endurspeglar hún fórnarkostnaðinn sem myndun Hálslóns hefði í för með sér. ■ VENJULEGT UMHVERFISMAT ER EKKI FULLNÆGJANDI Ef aðeins er stuðst við umhverfismat þegar ákvörðun er tekin og ekkert verðgildi metið, er mjög erfitt fyrir þann sem ákvörðun á að taka að meta hvort hagnaðurinn af virkjuninni (sem mældur er í krónum) sé meiri en kostnaðurinn (félagsleg áhrif og umhverfisáhrif, sem einungis verður lýst í orðum en ekki mæld í krónum) (Garrod og Willis 1999). Mat á hagrænu gildi náttúrunnar er ekki bara tæki til að kanna hvort framkvæmd sé hagkvæm út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Greiðsluvilji fólks endurspeglar líka þau félagslegu áhrif á einstaklinga sem virkjun hefur í för með sér, með öðrum orðum breytingar í velferð þeirra. í venjulegu umhverfismati eru áhrif virkjunar á þjóð- félagið einungis metin út frá örfáum einstaklingum sem hafa ekki fullnægjandi vitneskju um hvernig umhverfisröskun breytir þeim notum sem hver og einn hefur af svæðinu (Garrod og Wills 1999). Reglur um sjálfbæra þróun krefjast þess að samfélagið taki upplýsta ákvörðun um framtíðarskipulag ósnortinna víðerna. í því sambandi er mikilvægt að kanna álit fólks með því að spyrja um greiðsluvilja og er það grundvöllurinn fyrir sanngjarnri ákvarðanatöku. Einungis með því að meta hagrænt gildi náttúruauðlinda er hægt að komast að því hvort sé hagkvæmari og eftirsóknarverðari kostur, vatnsafls- virkjun eða náttúruvernd. Ef það er van- rækt er gildi náttúrunnar oftast vanmetið og meiri líkur á að röng ákvörðun verði tekin (Pearceo.fi. 1989). 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.