Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 61
(C) (d) 6. mynd. Dílahýenur (a) ráða einar við lítið dýr eins og Thompsonsgasellu (b). Dílahýenur leggja hins vegar í hópi til atlögu við stœrri bráð eins og gnýi (c) eða sebrahesta (d). (Pough, F. Harvey, John B. Heiser & William N. McFarland 1996. Vertebrate Life (4. útgáfa). Prentice-Hall International, Inc.) Afríku. Skýringin felst í hæfni hýenanna til að éta hratt og melta og gernýta skrokka stórra dýra, með beinum, húð og hári, enda hafa dílahýenur trúlega stærri og öflugri kjálka, miðað við stærð, en nokkurt annað spendýr sem nú er uppi. Einnig laga dílahýenur sig að breyttum aðstæðum, þar sem þær fara ýmist einar í leit að hræjum eða litlum veiðidýrum eða veiða stóra grasbíti margar saman (6. mynd). A daginn hafast dýrin við í aflögðum jarðsvína- bælum, náttúrlegum hellum eða þéttu kjarri. Mest veiða dílahýenur af gnýjum, Conno- chaetes, stórum antílópum sem fara um slétturnar í hjörðum. Hýenurnar ná helst mjög ungum eða gömlum dýrum eða van- máttugum af öðrum orsökum. Algengt er að ein hýena hefji eltingaleikinn, leiti að veik- burða bráð og leggi hana síðan í einelti. Brátt skerast fleiri hýenur í leikinn. Veiðar á sebradýrum eru skipulegri. Þar fara oft saman 10 til 25 hýenur. Dílahýenur fá mun meiri mat af dýrum sem þær veiða en af hræjum. Aður var talið að dílahýenur sæktu í leifar dýra sem ljón hefðu fellt. Hans Kruuk, dýrafræðingur sem rann- sakaði dílahýenuna á heimaslóð í Afríku um og fyrir 1970 og eyddi ýmsum misskilningi um lífshætti hennar, komst meðal annars að því að þessu er yfirleitt öfugt farið. Lang- flestir þeir skrokkar sem bæði ljón og dílahýenur átu af voru af dýrum sem hýenurnar höfðu veitt. Misskilningurinn stafaði meðal annars af því að ljónin sjást veiða á daginn en hýenurnar eru fremur á ferli um nætur. ■ SATT OG LOGIÐ UM HÝENUR Stephen Jay Gould (1983) nefnir þrjár fomar arfsagnir sem allar hafa átt þátt í því að koma á og viðhalda viðbjóði manna á hýenum, einkum dílahýenunni: 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Undirtitill:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Tungumál:
Árgangar:
92
Fjöldi tölublaða/hefta:
295
Skráðar greinar:
Gefið út:
1931-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Náttúrufræði.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 2.-3. Tölublað (2001)
https://timarit.is/issue/290277

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2.-3. Tölublað (2001)

Aðgerðir: