Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 35
Eitthvað mun það hafa komið til tals, í erlendum vísindafélögum eða meiriháttar stofnunum á síðasta áratug, að koma ritgerðaskrám Royal Society á tölvutækt form (svo sem geisladiska) og þá þannig að fletta megi upp greinum eftir efnisflokkum eða atriðisorðum. Ekki veit ég til þess að orðið hafi úr. Franska þjóðbókasafnið hefur skannað 19.-aldar skrána og á hún að vera aðgengileg á vefsetrinu gallica.bnf.fr, en mér hefur reynst sá aðgangur stopull og svifaseinn. Fjöldi greina varðandi ísland í ofannefndum skrám er einnig á skrá í tölvutækum gagnasöfnum sem aðgengileg eru hér, svo sem í Georef (gagnabanka um jarðvísindarit á vegum American Geological Institute) og Gegni (skrá Landsbókasafns - Háskólabókasafns). Þær eru þó langt frá því að vera fullkomnar. Skrá Haralds Sigurðssonar (1991), um bækur og greinar erlendra manna varðandi fsland til ársins 1974, er afar gagnleg þeim sem vilja kanna þróun rannsókna á náttúru og menningu landsins. Þar vantar þó t.d. oft upplýsingar um það á hvaða blaðsíðum tímarits grein hefur birst, sem er bagalegt ef afla á ljósrita. Jafnframt vantar þar mjög margar ritsmíðar sem tengjast landinu beint og óbeint; má þar nefna ýmsar greinar sem segja frá rannsóknum á íslenskum geisla- steinum og öðrum steindum. Hefði þurft að halda samantektarstarfi Haralds skipulega áfram og netvæða það. Jafnvel gæti þá verið til þess vinnandi að fletta í gegnum allar Royal Society-skrámar í leit að frekari titlum greina um íslensk efni. ■ dæmi um fundnar GREINAR Hér mun ég geta fáeinna greina um náttúru íslands, sem ekki eru nefndar í ritaskrá Haralds Sigurðssonar (1991) en finnast í skrám Royal Society. Fyrst vil ég geta dæmis úr dýrafræði. Af tilviljun rakst ég í skrám Royal Society á greinar eftir John Hancock, merkan enskan fuglaskoðara. Bróðir hans, Albany Han- cock, var þekktur fyrir rannsóknir sínar á ýmsum sævardýrum og steingervingum þeirra. Þeir bræður studdu mjög við upp- byggingu myndarlegs náttúrugripasafns í Newcastle-upon-Tyne og hefur það frá 1891 heitið The Hancock Museum. í skrá Royal Society fyrir árin 1800-1863 eru þessar greinar um fálka eftir John Hancock: - Remarks on the Greenland and Iceland falcons, showing that they are distinct species. Brit. Assoc. Rep. 1838 (pt. 2), 106; Ann. Nat. Hist. II, 1839,241-250. - Occurrence of Falco Islandicus in England. Ann. Nat. Hist. II, 1839,159. - Note on the Greenland and Iceland Falcons. Ann. Nat. Hist. XIII, 1854,110-112. Fálki sá sem Hancock kennir þarna við Island heitir nú Falco rusticolus. Greinar þessar byggðust að hluta á fuglum sem William Proctor hafði safnað í löngum og árangursríkum leiðangri til Islands á vegum safnsins í Newcastle 1837 (sjá Atkinson 1989). Smágrein eftir Proctor um íslenska andartegund er einnig nefnd í skrá Royal Society en ekki hjá Haraldi: - Clangula barrovii, a native of Iceland. Ann. Nat.Hist.IV, 1840,140-141. Þarna mun vera um húsönd að ræða, en latneskt heiti hennar er nú Bucephala islandica. John Hancock var listfengur (sbr. 1. mynd) og eru margar myndir hans af fuglum í fórum safnsins í Newcastle. Eflaust mætti rekja fleiri þræði frá Hancock-bræðrunum og safninu til íslands ef að því væri hugað. Næst vil ég nefna grein eftir þýska jarðfræðinginn Konrad Keilhack. Hann kom a.m.k. tvívegis til landsins og ritaði margt um jarðfræði þess. Meðal annars urðu greinar hans um landmótun sunnanlands til þess að skýra mikilvæg atriði í ísaldarjarðfræði Norður-Þýskalands (sjá Schwarzbach 1983). Ritaskrá Haralds hefur þær líklega flestar, en ein sem hann hefur ekki náð til er þannig skráð hjá Royal Society: - Die islándische Thermalflora. Bot. Centralbl. 25,1886,377-379. Þessi smágrein fjallar um gróður við íslenska hveri og laugar og getur hún verið athyglisverð, a.m.k. frá sögulegum sjónar- hóli, vegna þess áhuga sem nú er á að kanna 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.