Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 65
GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR Uppruni sveppasýnis AMNH15349 Að þreyja ÞORRANN OG GÓUNA FFyrir kemur að menn standa gapandi og horfa á sveppi sem skotið hafa upp kollinum þar sem _________ þeirra var síst von. Undrun þeirra er slík að þeir reyna að komast að því hvaða tegund þetta sé, hví í ósköpunum sveppurinn sé þarna og hvort þetta geti átt sér eðlilegar skýringar. Ekki veit ég hvort sveppurinn sem hér segir frá kom af stað svipuðum viðbrögðum þeirra sem sáu hann fyrst, en að minnsta kosti ákváðu þeir að komast að því hvaða sveppur þetta væri. Það var undir lok júní 1999 að Heiða Rafnsdóttir á Fræðasetrinu í Sandgerði hafði samband við mig vegna sveppavaxtar í gömlum klefa, sem lengst af hafði verið notaður sem frystiklefi. Klefinn var ein- angraður með reiðingi, hafði upprunalega verið kældur með ís eða notaður sem ísgeymsla en síðar fryst í honum með rafknúnum frystibúnaði eftir að slíkur búnaður varð algengur. Reiðingurinn (eða mórinn), sem væntanlega er upprunninn úr mýri einhvers staðar í grenndinni, hafði verið um eða undir frostmarki áratugum saman, líklega í 40-60 ár, en eitthvað yfir frostmarki síðustu 6 mánuðina. Fræðasetrið Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (f. 1959) lauk B.S.- prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1981 og doktorsprófi í sveppafræði frá Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada 1990. Guðríður Gyða starfar á Náttúrufræðistofnun íslands, Akureyrarsetri. fékk klefann til afnota og þegar sveppirnir fundust var um hálft ár liðið frá því að hætt var að frysta í honum; þessum langa vetri í lífi sveppsins lauk og það tók að vora hjá honum. Töluverður raki hlýtur að hafa varð- veist í reiðingnum og líklega í klefanum öllum og komið sveppnum til góða er hann vaknaði úr dvalanum, því annars er hætt við að vöxturinn hefði orðið lítill sem enginn. Það voru þessar frábæru aðstæður sem urðu til þess að sveppþræðir uxu út um allan reiðing og sveppaldinin, ljósir hattsveppir, spruttu í þyrpingum út úr reiðingnum bæði í veggjum og lofti klefans. En hvaða sveppur var þetta? Til að svara því fékk ég sent sýni af sveppnum. Þegar ég var búin að skoða sveppaldinin varð niðurstaðan sú að þetta væri gráspyrða, öðru nafni gráknipplingur, Lyophyllum connatum (Schum.; Fr.) Sing. Gráspyrða er algeng um land allt og vex í skurðbökkum, vegköntum og í landi sem hefur verið raskað. Hún vex í þéttum knippum og liggja hattarnir oft hver yfir öðrum, stafirnir samvaxnir neðst. Hatturinn er hvítgráleitur og í bleytu stundum gráglær á köflum, nokkuð stór (þessir t.d. 50-85 mm breiðir), fyrst með hattbarðið sveigt inn yfir fanimar en þegar hatturinn vex réttist það út og brettist upp, og verður hatturinn þá eins og grunn trekt. Fanimar eru fyrst hvítar en síðar gulna þær heldur, eru þéttar og ná oft svolítið niður á efsta hluta stafsins. Stafur er Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 143-144, 2001. 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.