Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 48
Um pekkinguá ræktun og nýt/ngu/urtanna
Þótt nú þekkingin á nafni og ytri einkennum fóðurjurtanna sje nauðsynleg byrjun, þá
er hún út af fyrir sig auðvitað einskis virði í praktisku tilliti, ef henni er ekki samfara
þekking á lífseðli og þróunarskilyrðum plöntunnar eða sambandi hennar við hina
dauðu náttúru annars vegar og svo næringargildi hennar fyrir kvikfje vort hins vegar.
Frá þessum tveim hliðum verðum vjer að þekkja hverja fóðurplöntu svo nákvæmlega
sem auðið er. Meðan þessa þekkingu vantar, verður öll fóðurjurtaræktun á voru landi
meira og minna af handa hófi og út í bláinn og öll fræðsla í þessum efnum á
búnaðarskólum vorum helbert kák.
ísafold 1897, Um íslenska fóðurjurtafrœði.
að vísindaferill Stefáns sé að mestu á
Möðruvallatímanum 1887-1902. Eftir það
sveigjast störf hans að öðrum málum og
hann skrifar: „Landsmálaþref eða pólitík og
bótaník eiga ekki samleið, eða svo reyndist
mjer, önnur hvor sú hefðarmey varð að
víkja, og illu heilli varð hin gamla ástmey
mín, bótaníkin, fyrir því.“
Enda þótt Stefán tæki aldrei lokapróf í
fræðigrein sinni vann hann vísindalegt afrek
sem mun halda nafni hans á lofti hér á landi
um ókomna framtíð. Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, einn nemenda Stefáns, skrifaði
ritgerð í tilefni af aldarafmæli Stefáns árið
1963 og þar stendur: „Af þáttum þeim, sem
raktir hafa verið, má það ljóst verða að
Stefán leysti hvarvetna af hendi mikil störf
og góð þar sem hann kom nálægt. Hann var
fyrirmyndarbóndi og félagsmálafrömuður í
sveit sinni, skörulegur og víðsýnn alþingis-
maður, kennari og skólastjóri með þeim
ágætum, að fátítt er, en þó er það svo að
þessi störf munu fyrnast, og mörg þeirra eru
það nú þegar, og er það ekki nema lögmál
lífsins um allan þorra daglegra starfa vorra.
En um vísindastörf Stefáns er hægt að
fullyrða, að þau munu ekki fymast svo lengi,
sem nokkur maður leggur stund á íslenska
grasafræði og sú fræðigrein verður kennd á
íslenskri tungu. Ekki hefur Stefán þó skrifað
nein kynstur um þessi efni. Ein dálítil bók,
nokkrar stuttar ritgerðir í tímaritum og
kennslubók er allt, sem eftir hann liggur
prentað um þau efni. En vísindarit verða ekki
mæld eftir blaðsíðufjölda, heldur því
hvemig þau eru unnin, hvað nýtt þau hafi
að færa og hversu haldgott efni þeirra sé.“
■ HEIMILDIR
Eyþór Einarsson 1964. Grasafræðingurinn
Stefán Stefánsson. Náttúrufræðingurinn 13.
97-112.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum 1963. Stefán
Stefánsson skólameistari - Aldarminning.
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 60. 1-
128. Flóra 1. 1-128.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum 1986.
Rannsóknarferðir Stefáns Stefánssonar skóla-
meistara. Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík. 132 bls.
PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
Bjami E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Möðruvöllum
601 Akureyri
beg@rala.is
126
I