Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 23
Stungur GEITUNGA ERLING ÓLAFSSON sland var til skamms tíma draumaland þeirra sem eiga erfitt með að umgangast ágengar pöddur, en það fór fyrir þeim eins og Adam forðum - dvölin í Paradís tók enda. Geitungar (1. mynd) hafa löngum verið ofarlega á blaði þegar ógnvaldar úr heimi smádýranna eru tilgreindir. Þeir hafa numið hér land og tryggt sig svo í sessi að engin von er til að þeir hverfi á braut. Því er komið að okkur mannfólkinu að laga okkur að þessum nýliðum í smádýrafánunni og læra að lifa með þeim. Geitungar eru skordýr af ættbálki æð- vængna (Hymenoptera). Þeir tilheyra ættinni Vespidae sem deilist í undirættir. Hinir eiginlegu geitungar heyra til undir- ættarinnar Vespinae sem nær yfir um 60 tegundir í heiminum. Þar af finnast aðeins 11 í Evrópu (Edwards 1980). Svíinn Carl von Linné, sem var upphafs- maður að því kerfí fræðiheita sem notað er til að auðkenna tegundir lífvera, tók upp ættkvíslarheitið Vespa fyrir geitunga á 18. öld. Seinni tíma fræðimenn á þessu sviði skiptu þeim svo í fleiri ættkvíslir. Þetta heiti hefur síðan orðið stofn að alþýðuheiti þessara dýra í ýmsum tungumálum (sbr. enska wasp, þýska Wespe, danska hveps, norska veps, sænska vespa). Heitið vespa er Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófi í skor- dýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúru- fræðistofnun íslands frá 1978. oft notað sem íslenskt heiti á þessum dýrum. Það sem þó helst mælir gegn því er að vespuheitið er notað í ýmsum samsettum heitum yfir aðra tegundahópa innan ætt- bálks æðvængna, t.d. sagvespa, sníkju- vespa, gaddvespa. Þess vegna telur höf- undur ástæðu til að halda heitinu geitungur á lofti. Það heiti á sér einnig samsvörun í skyldum tungum, sbr. gedehams á dönsku og geting á sænsku. Með nafngiftinni er þessum dýrum líkt við geitur enda eru fálmarar þeirra langir og sveigðir (einkum á karldýrum) og minna nokkuð á hom geit- hafra. Geitungar eru þróunarfræðilega og líf- fræðilega afar áhugaverður dýrahópur sem gefur tilefni til margvíslegrar umfjöllunar. Hér verður sjónum einungis beint að þeim þætti í líffræði geitunganna sem einna helst hefur brunnið á landsmönnum síðan landnám þeirra hér varð staðreynd, þ.e. varnaraðferð þeirra og afleiðingum hennar fyrir þá sem fyrir henni verða. Sitt sýnist hverjum um geitunga. Sumir eru skelfilega hræddir við þá en aðrir kæra sig kollótta og eru hvergi bangnir. Oft er spurt hvort ástæða sé til að óttast geitunga, hvort þeir séu eins ógnvænlegir og af er látið, hvort stungurnar séu hættulegar o.s.frv. Hér á eftir verður gerð grein fyrir ýmsum staðreyndum varðandi þá áráttu geitunga að leggja til atlögu við nær- göngula. Hver og einn verður síðan að gera það upp við sig hvort þessi viðbót við íslenskt lífríki sé ánægjuleg eða til bölvunar. Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 197-204, 2002. 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.