Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 5
HELGI HALLGRÍMSSON
Vatnaskúfur,
VATNADÚNN OG VATNABOLTI
Cladophora AEGAGROPILA
Kúlulaga vatnaþörungur í Mý-
vatni hefur síðustu árin vakið
nokki'a athygli vegna skrifa um
---------lífríki vatnsins og deilna sem risið
hafa um nýtingu þess. Um er að ræða
grænþörungstegund sem á fræðimáli kallast
Cladophora aegagropila. Aðalform hennar
eru greinóttir þræðir, sem vanalega mynda
örlitla græna skúfa á steinum í vatninu eða
litla dúnkennda hnoðra sem liggja lausir á
botninum og rekur á strendur. Þræðirnir eru
óvenjulega sverir og stífir af grænþörungi
að vera og sjást vel með berum augum. Með
stækkunargleri má greina einstakar frumur í
þeim (1. mynd).
I grunnum og næringarríkum vötnum
getur þörungur þessi myndað egglaga eða
kúlulaga bolta, sem oft eru 5-10 cm í þvermál
og jafnvel allt að 30 cm við sérstakar að-
stæður. Þessir knettir eru byggðir upp af
sígreinóttum þráðum þörungsins, sem allir
vísa út á við frá miðju. Þeir eru fagurgrænir
og furðu stinnir, og halda sér vel þótt þeir
séu teknir upp úr vatninu og jafnvel
þurrkaðir. Kúlurnar eru mörg ár að vaxa og
Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að
mennt. Helgi var forstöðuinaður Náttúrugripasafns-
ins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis -
tímarits um náttúrufræði og náttúruvemd - í 15 ár.
Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum
sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk
fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum
og fæst við ritstörf og grúsk.
alls konar ásætur og aukefni geta sest í þær
og gert þær þyngri og þéttari. Einnig geta
myndast holrúm í þeim miðjum, þegar elstu
þræðirnir deyja, og eiga þær þá til að fljóta
upp. (I Sorpvatni á Sjálandi stigu þær upp á
vorin og rak á land.)
Talið er að kúlumyndun þessi sé afleiðing
af hreyfingum vatnsins, sem vanalega
orsakast af vindum. Þá taka hnoðrarnir að
velta og hnoðast saman í bolta, en
þörungurinn lagar vöxt sinn að því, enda er
kúluformið hagstætt fyrir hann að ýmsu
leyti.
í Syðri-Flóa Mývatns er mikið af þessum
kúlum, aðallega á 2-3,5 m dýpi (2. mynd).
Þær eru misstórar og misþéttar eftir svæðum
og mynda allstóra flekki bæði austan- og
vestantil í flóanum. Mývetningar kalla
þessar kúlur gjarnan „kúluskít", því
stundum festast þær í netum og hindra
veiði. Talið er að þær gegni mikilvægu hlut-
verki í fæðubúskap Mývatns. Rannsóknir á
botnlögum vatnsins sýna að Cladophora
jókst verulega snemma á 17. öld (Árni
Einarsson 1985, Arnþór Garðarsson og Ámi
Einarsson 1991).
„Kúluskítur er aðeins í Syðriflóa, og þekur
hann þar víðáttumikil svæði. Á tveimur
afmörkuðum blettum vex þörungurinn á
allsérstæðan hátt. Þar myndar hver planta stóra
kúlu, 10-15 smíþvermál, en af því vaxtarlagi er
nafnið sennilega dregið. Engu er líkara en
þúsundum tennisbolta hafi verið stráð þar um
Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 179-184, 2002.
179