Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 78

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 78
Samþykktir Hins íslenska náttúrufræðifélags Samþykkt á aðalfundi Hins íslenska náttúrufrœðiféiags 26. febrúar 2000. 1. grein. Félagið heitir Hið íslenska náttúrufræðifélag. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. grein. Tilgangur félagsins er að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu inanna á öllu, er snertir náttúrufræði. 3. grein. Þessum tilgangi leitast félagið við að ná með því: a. Að stuðla að vexti og viðgangi Náttúrugripasafnsins. b. Að beita sér fyrir því, að haldnir séu fræðandi fyrirlestrar um náttúrufræðileg efni og farnar séu ferðir til náttúruskoðunar. c. Að gangast fyrir útgáfu náttúrufræðilegra rita. d. Að vinna að eflingu náttúruverndar. 4. grein. Félagar geta allir orðið, hvort sem er hér á landi eða erlendis, með þeim skilyrðum, er hér greinir: a. Arsfélagar, þeir sem greiða árlegt félagsgjald. b. Heiðursfélagar og kjörfélagar, þeir sem kjörnir eru á aðalfundi eftir tillögum stjórnarinnar. Argjald og breytingar á því er ákveðið á stjórnarfundi. 5. grein. Félagsgjald sitt skal hver nýr félagsmaður greiða við inngöngu í félagið. Annars skal árgjaldið greitt fyrir lok marsmánaðar ár hvert. 6. grein. Sjö manna stjórn sér um framkvæmdir félagsins og annast öll málefni þess. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Annað árið ganga út úr stjórninni formaður og þrír aðrir stjórnarmenn, en hitt árið þrír stjórnarmenn. 7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara. d. Önnur mál. Aðalfund skal boða bréflega með hæfilegum fyrirvara þeint félagsmönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. A fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 hluta atkvæða. Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt félagsmönnum í fundarboði. Þó má hvorki breyta ákvæðum 2. gr. né 10. gr. 8. grein. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis. f honum skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins. 9. grein. Stjórn setur starfsreglur um starfsemi á vegum félagsins og tilnefnir nefndir og ráð til að sinna tilteknum verkefnum, þegar það á við. Stjórn tilnefnir fulltrúa í opinberar nefndir, þar sem fulltrúi félagsins á seturétt. 10. grein. Hætti félagið störfum, skulu eignir þess renna til Náttúrufræðistofnunar íslands (Náttúru- gripasafnsins). 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.