Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 18
ekki getið með vissu fyrr en í bók Jóns Helgasonar (1967). Kristinn H. Skarp- héðinsson getur lundavarps bæði á Fremri- og Innriey árið 1975. Teista Cepphus grylle. Teistuvarp var að finna í þremur eyjanna, eyju nr. 4, skeri nr. 5 og skeri nr. 9. Á tímabilinu 1520 til 1800 sáust við þessar eyjar fjórar, fjórar og tvær fullorðnar teistur (sama röð). Hreiður með tveimur eggjum fannst í eyju nr. 4 vestast, þar sem er dálítil urð eða gijót. Fuglamir hegðuðu sér þannig að álitið var að um fimm pör væri að ræða, enda héldu fuglamir sig tveir og tveir saman. Hvorugur hluta Innrieyjar er vel fallinn til teistuvarps, báðir algrónir og lítið um gjótur. Árið 1975 fann Kristinn H. Skarphéðinsson teistuhreiður með unga í Fremriey og taldi það vera eina teistuhreiðrið í eyjunni. Sennilega hafa teistur orpið lengi í Borgareyjum og Borgarskarfaskerjum þótt ritaðar heimildir skorti. Aðrar fuglategundir. Auk ofangreindra ellefu varptegunda sást einnig einn tjaldur Haematopus ostralegus og nokkrir sendlingar Calidris maritima í eyjunum. Þessar tegundir vom greinilega ekki varpfuglar. Kristinn H. Skarphéðinsson sá 3—4 hvítmáfa Larus hyperboreus þegar hann var á ferð 13. ágúst 1975. Eflaust sjást endmm og sinnum ýmsar fleiri fuglategundir sem verpa ekki í eyjunum, bæði að sumarlagi og á öðmm tímum árs. ■ SAMANTEKT OG AÐRAR ATHUGANIR 11. töflu eru dregnar saman upplýsingar um fjölda varppara í Borgareyjum og á Borgarskarfaskerjum. Könnunin leiddi í ljós samanlagt um 4.000 varppör fugla af ellefu tegundum í eyjunum sumarið 2000. Lundi var í margföldum meirihluta, um 3.800 pör, en rétt er að ítreka að ekki hefur endilega verið egg í hverri notaðri lundaholu. Næstalgengust var rita með tæp eitt hundrað varppör. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær topp- skarfur og rita byrjuðu að verpa í eyjunum á síðari árum. Líklega hafa tegundirnar byrjað að verpa þarna á allra seinustu árum; topp- skarfur eftir 1995 og rita sennilega einnig. Sílamáfur er einnig nýlegur varpfugl og tæplega nema um þrír áratugir síðan fýll hóf varp þar í eyjunum. Engin merki fundust um afrán af völdum stóru máfanna, svartbaks og sílamáfs, á öðrum fuglum utan eitt stokkandarhreiður og eitt toppandarhreiður sem voru upptætt. Kristinn H. Skarphéðinsson fann nokkur lundahræ 13. ágúst 1975,ogeftirlýsingu að dæma merki um afrán svartbaka. Ekki virtust máfar hafa drepið neina lunda þegar könnunin fór fram sumarið 2000. Þeir virðast einkum herja á lunda í vörpum síðsumars, þ.e. á þeim tíma þegar lundarnir eru að bera 1. tafla. Varptegundir í Borgareyjum og á Borgarskarfasker/um, ásamt fjölda varppara. - A summary of the breeding bird species of Borgareyjar and Borgarskarfasker and the number of breeding pairs. Tegund Species Fjöldi varppara/ No. ofbreeding pairs Fýll Fulmarus glacialis 10 Toppskarfur Phalacrocorax aristotelis 4 Grágæs Anser anser 8 Stokkönd Anas platyrhynchos 2-3 Toppönd Mergus serrator 1-2 Æðarfugl Somateria mollissima 16 Rita Rissa tridactyla 96 Svartbakur Larus marinus 12 Sflamáfur Larus fuscus 19 Lundi Fratercula arctica 3804 Teista Cepphus grylle 5 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.