Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 77
var þar ekki í kot vísað. Áfangi var á grundunum við Gilsá en þaðan ekið upp Efra-Dal og Hrafnkelsdal að Aðalbóli, þar sem tekið var hádegishlé kl. 12-13 í góðviðrinu á gróandinni. Þaðan var snúið aftur ofan um Brú, inn Fiskidalsháls og Skógaháls inn að gljúfrum gegnt Fremri- Kárahnjúki. Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur telur að gljúfrin muni heita Hafra- hvammagljúfur eftir hvömmunum vestan ár, inn á móts við Ytri-Kárahnjúk, og svo nefna Brúarmenn þau, en þröngskornu gljúfrin þaðan inn úr muni heita Dimmugljúfur, og svo nefna Vaðbrekku- og Aðalbólsmenn þau. Ovíst er hvort gljúfrin hafi í heild sinni nokkurt eitt heiti. Staldrað var við gljúfrin kl. 15-16'/2, gengið með þeim og litið ájarðgerð þeirra, litið inn til hjallanna í Hálsi, gægst á gróður og fjallað um virkjunaráform, auk kaffihlés. Svo var ekið út Skógaháls og Jökuldalsheiði með viðkomu og staðar- skoðun í Sænautaseli kl. 18V2—19, en komið var í gististaði um kl. 20 um kvöldið. Flestir tóku svo þátt í sameiginlegum kvöldverði á Hótel Svartaskógi um kvöldið. Veður var gott um daginn og fór þó batnandi eftir því sem á leið, norðan- norðvestan kæla og skýjað um morgun- inn, en sólfar inn frá og einnig hið ytra um kvöldið, hiti 7-12°C, þurrt og skyggni gott, einkum síðdegis. Sunnudaginn, 25. júlí, var lagt upp um kl. 11 frá Brúarási, ekið á Egilsstaði, þar sem hafður var áfangi og svo inn Velli og Skriðdal, þar sem smáhlé var í góðviðrinu. Hluti ferðarinnar fór svo um Breiðdal en annar yfir Öxi ofan í Berufjörð, en öll ferðin kom svo saman til hádegishlés á Djúpavogi. Þaðan var haldið rakleiðis suður, með áföngum á Höfn og í Framnesi í Öræfum, þar sem tekið var kaffihlé, Vík og Hvolsvelli, en suður til Reykjavíkur var komið um kl. 23. Veður var hið blíðasta austanlands, hæg norðanátt, hiti 12-17°C, bjartviðri og þurrt, en suðvestan gola og 10°C sunnanlands og þoka úr Vík og til Reykjavíkur. Ferðin var kveðjuferð Guttorms Sig- bjamarsonar sem framkvæmdastjóra HÍN og hlaut hún einróma lof þátttakenda, ekki síst fyrir framlag leiðsögumanna fyrir austan. ■ ÚTGÁFA Út komu 3. og 4. hefti 68. árgangs og 1. og 2. hefti 69. árgangs Náttúrufræðingsins. ■ ÖNNUR SÝSLAN Stjórn HÍN fjallaði um frumvarp til laga um raforkuver (febrúar), um frumvarp til laga um náttúruvernd (mars). Enn fremur var land- græðslunefnd send greinargerð með at- hugasemdum um áfangaskýrslu hennar „I sátt við landið“ (apríl). 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.