Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 77
var þar ekki í kot vísað. Áfangi var á grundunum við Gilsá en þaðan ekið upp Efra-Dal og Hrafnkelsdal að Aðalbóli, þar sem tekið var hádegishlé kl. 12-13 í góðviðrinu á gróandinni. Þaðan var snúið aftur ofan um Brú, inn Fiskidalsháls og Skógaháls inn að gljúfrum gegnt Fremri- Kárahnjúki. Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur telur að gljúfrin muni heita Hafra- hvammagljúfur eftir hvömmunum vestan ár, inn á móts við Ytri-Kárahnjúk, og svo nefna Brúarmenn þau, en þröngskornu gljúfrin þaðan inn úr muni heita Dimmugljúfur, og svo nefna Vaðbrekku- og Aðalbólsmenn þau. Ovíst er hvort gljúfrin hafi í heild sinni nokkurt eitt heiti. Staldrað var við gljúfrin kl. 15-16'/2, gengið með þeim og litið ájarðgerð þeirra, litið inn til hjallanna í Hálsi, gægst á gróður og fjallað um virkjunaráform, auk kaffihlés. Svo var ekið út Skógaháls og Jökuldalsheiði með viðkomu og staðar- skoðun í Sænautaseli kl. 18V2—19, en komið var í gististaði um kl. 20 um kvöldið. Flestir tóku svo þátt í sameiginlegum kvöldverði á Hótel Svartaskógi um kvöldið. Veður var gott um daginn og fór þó batnandi eftir því sem á leið, norðan- norðvestan kæla og skýjað um morgun- inn, en sólfar inn frá og einnig hið ytra um kvöldið, hiti 7-12°C, þurrt og skyggni gott, einkum síðdegis. Sunnudaginn, 25. júlí, var lagt upp um kl. 11 frá Brúarási, ekið á Egilsstaði, þar sem hafður var áfangi og svo inn Velli og Skriðdal, þar sem smáhlé var í góðviðrinu. Hluti ferðarinnar fór svo um Breiðdal en annar yfir Öxi ofan í Berufjörð, en öll ferðin kom svo saman til hádegishlés á Djúpavogi. Þaðan var haldið rakleiðis suður, með áföngum á Höfn og í Framnesi í Öræfum, þar sem tekið var kaffihlé, Vík og Hvolsvelli, en suður til Reykjavíkur var komið um kl. 23. Veður var hið blíðasta austanlands, hæg norðanátt, hiti 12-17°C, bjartviðri og þurrt, en suðvestan gola og 10°C sunnanlands og þoka úr Vík og til Reykjavíkur. Ferðin var kveðjuferð Guttorms Sig- bjamarsonar sem framkvæmdastjóra HÍN og hlaut hún einróma lof þátttakenda, ekki síst fyrir framlag leiðsögumanna fyrir austan. ■ ÚTGÁFA Út komu 3. og 4. hefti 68. árgangs og 1. og 2. hefti 69. árgangs Náttúrufræðingsins. ■ ÖNNUR SÝSLAN Stjórn HÍN fjallaði um frumvarp til laga um raforkuver (febrúar), um frumvarp til laga um náttúruvernd (mars). Enn fremur var land- græðslunefnd send greinargerð með at- hugasemdum um áfangaskýrslu hennar „I sátt við landið“ (apríl). 251

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.