Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 46
Vindar eiga stóran þátt í að dreifa fræi. Hjá
tegundum eins og geldingahnappi, gullkolli
og smára geta uppþornuð blóm eða blóm-
skipanir fokið um kring og borið með sér fræ.
Á sama hátt geta blaðgróningar blávinguls
borist töluverðar vegalengdir. Algengast er
þó að fræ séu búin vængjum eða svifhárum
og geti svifið langar leiðir. Má þar nefna
birki, holtasóley og svo allar þær tegundir
sem þama eru af eyrarrósar-, körfublóma- og
víðiætt. Njólafræin eru einnig vængjuð en
þau eru tiltölulega þung og berast tæplega
langar leiðir með vindi. Þau kunna þó einnig
að hafa verið í fræforða þess jarðvegs sem
fluttur var á svæðið. Þegar njólinn er á
annað borð kominn í reskiland eins og þetta
er hann fljótur að dreifa sér.
Fræ plantna af víðiættinni eru fislétt og
berast langar leiðir með vindi. Allar innlendu
víðitegundirnar hafa þegar fundist þarna en
auk þeirra viðja, alaskavíðir og selja. Viðja
og gulvíðir eru algengustu tegundirnar og
kemur það ekki á óvart þar sem báðar eru
þekktar að því alls staðar í heimkynnum
sínum að vera fljótar að setjast að þar sem
landi hefur verið raskað. Sjálfgrónar plöntur
af alaskavíði fóru ekki að finnast hér á landi
fyrr en í byrjun seinasta áratugar síðustu
aldar (Jóhann Pálsson 1997). Má ætla að elsta
alaskavíðiplantan þama sé á aldur við þær.
Mikið er ræktað af alaskavíði við Grafarvog
svo að það kemur ekki á óvart að plöntur af
honum hafi numið þama land. Meiri furðu
vekur að finna þarna tvær seljuplöntur. Til
skamms tíma báru mjög fáar seljur fræ í
Reykjavík og um það leyti sem eldri
seljuplantan hefur verið að koma sér fyrir
þarna voru engar fræbærar seljur nær en
niðri í Laugardal og á Laugarásnum, sem er í
um það bil þriggja kílómetra fjarlægð frá
þessum stað. Ein sjálfgróin planta af
alaskaösp hefur fundist þarna. Sjálfgrónar
plöntur þessarar tegundar hafa verið að
koma í ljós á höfuðborgarsvæðinu á
seinustu árum. Vitað er að plöntur hafa
fundist í meira en kílómetra fjarlægð frá
hugsanlegum móðurtrjám bæði í Eyjafirði og
á höfuðborgarsvæðinu (Jóhann Pálsson
2000). Aspir við Tilraunastöð Háskólans að
Keldum, sem er í eins og hálfs kílómetra
fjarlægð frá Gullinbrú, hafa borið mikið fræ
undanfarin ár og ekki er ólíklegt að eitthvað
af aspartrjám í görðum við Grafarvoginn beri
þegar fræ.
Plöntur nota ýmsar aðrar leiðir en þær sem
getið er um hér að framan til frædreifingar.
Hrímblaðka og baldursbrá, sem vaxa í brim-
stallinum austan við tangann, hafa vafa-
laust borist þangað með sjó og ekki er
ólíklegt að öldur hafi skolað fræjum ýmissa
annarra tegunda, svo sem hvannar og
geldingahnapps, á land. Það er þó langt í frá
auðvelt að geta sér til um hvernig fjöldinn
allur af þeim tegundum sem þama vaxa hefur
borist á staðinn. Til dæmis er dálítið af blá-
stjömu þarna en samkvæmt heimildum
Náttúrufræðistofnunar Islands er ekki vitað til
að sú tegund vaxi nær Reykjavík en vestur á
Mýmm eða austur í Grímsnesi og á Skeiðum.
Blástjaman hefur vaxið þama í nokkur ár. Hún
er einær með hýðisaldin sem kastar frá sér
fræjunum þegar plantan sveiflast til í vindi, en
ekki eru fræin sérstaklega löguð til að geta
borist langar vegalengdir. Það að hún skuli allt
í einu skjóta upp kollinum á þessum stað er
algjör ráðgáta. Grænvöndur er eina tegund
ættkvíslar maríuvanda (Gentianella) sem
fundist hefur þarna á fyllingunni og er þar
ekki óalgengur. Þessi tegund hefur fram að
þessu ekki l'undist við Grafarvoginn en vex
t.d. í Elliðaárdalnum. Aftur á móti fannst
þarna ekki sjálfur maríuvöndurinn (G.
campestris), sem er þó mjög algengur alls
staðar í nágrenninu.
■ NIÐURSTÖÐUR OG
FREKARI
GRÓÐURFRAMVINDA
Eins og getið er í upphafi þessarar greinar var
hér eingöngu gerð athugun á því hvaða
tegundir æðplantna hafa náð að setjast að á
landi sem mótað er af mannahöndum. Hvorki
hefur verið gerð úttekt á þeim gróður-
samfélögum sem þegar em farin að myndast
né fylgst með framvinduferlum þeina.
Núna er tegundafjöldi óvanalega mikill á
þessu ti ltölulega litla svæði, sem býður þó ekki
upp á margvíslegt landslag. Hlutfall einærra og
220