Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 19
æti í unga sína. Höfundar sáu aftur á móti
mikið af brotnum kúfskeljum á klöppunum í
eyjunum. Þær hafa máfarnir tínt á leirunum,
flogið með í loft upp og sleppt á klappimar til
að brjóta skeljarnar og éta innihaldið. Á
nokkmm stöðum voru litlir rauðmagar (15-
20 cm langir) sem svartbakar hafa líklega
veitt umhverfis eyjarnar en ekki étið. Slíkt
fæðuatferli er vel þekkt hjá svartbaki og er
hann því oft nefndur veiðibjalla.
Æðar- og fýlsvörpin höfðu ekki orðið fyrir
skakkaföllum af völdum máfa; engin
upprifin æðarhreiður fundust og næsta fáar
fýlsskálar vom tómar. Tómu rituhreiðrin í
Innriey gætu bent til þess að máfar hafi verið
búnir að ræna úr þeim áður en könnunin
hófst en samt er líklegra að þau hafi misfarist
af öðrum völdum, s.s. vegna atferlis
fuglanna sjálfra, því um mjög nýlegt varp er
að ræða og fuglarnir eflaust ungir og
óreyndir. Kannski var þetta fyrsta árið sem
rita varp í Innriey.
Áberandi munur var á vali hreiðurstaða
hjá svartbökum og sílamáfum. Svartbakar
verpa jafnan á berangri og í Borgareyjum
urpu þeir á gróðurlausu skerjunum eða þar
sem gróður var snöggur, og var hreiðrunum
yfirleitt hreykt á skerjunum. Sflamáfar
byggðu hreiður sín oftast á stöðum sem
lágu lágt, jafnvel í hálfgerðum felum.
Hreiðrin voru í skorningum milli melþúfna
inni í lundabyggðunum eða í halla á jöðrum
eyjanna, og einungis í meleyjunum (Innriey)
ólíkt hreiðrum svartbakanna.
■ HLUNNINDI
Borgareyjar voru nytjaðar fyrrum, til
heyöflunar, meltekju og hlunninda af
fuglum og selum. Elsta heimildin sem við
höfum fundið er í Islensku fornbréfasafni
XV frá 1570, þar sem getið er eggvers í
Borgareyjum í eigu Borgarkirkju. Æðarvarp
var á þessu tímabili fyrst og fremst nytjað til
eggja. JarðabókÁrna og Páls frá 1709 (1925
og 1927) segir einnig að lítilsháttar eggver
sé í Borgareyjum. Ennfremur telja þeir lunda-
og fiðurtekju til hlunninda á Borg en
„brúkast ekki til gagns“ (bls. 370). Þótt
Borgareyjar séu ekki nefndar á nafn er líklegt
að þessi hlunnindi séu þaðan. Ennfremur sé
dúntekja „ekki yfir fjórðung á ári“ (bls. 370),
en í þá daga var fjórðungur tæp 5 kg og
æðardúnn mældur óhreinsaður. Þurfti dún
úr 12-15 hreiðrum í hvert kfló af óhreinsuð-
um dún (sbr. Lúðvík Kristjánsson 1986:
308). Nytjuð æðarhreiður á Borg hafa því
aðeins verið 60-75 árið 1709. Þótt einhver
hreiðranna hafi verið í Borgareyjum hafa
þau eflaust flest verið í öðrum eyjum sem
tilheyra Borg, þ.e. Grjótey, Kiðaneseyjum
o.fl., skammt frá Þursstöðum.
Borg er nefnd í Jarðatali Johnsens (1847)
þar sem segir að 1804 hafi jörðin haft
hlunnindi af æðarvarpi og fuglaveiði.
Borgareyjar eru ekki nefndar í þessu
samhengi og því óljóst hvort hlunnindi
þessi hafi verið upprunnin þaðan, þótt það
sé líklegt, a.m.k. fuglaveiðin. Aftur á móti er
kópaveiði og eggver talin í Borgareyjum
1854 skv. skýrslum um landshagi, en ekki
talið svara kostnaði að nýta þau hlunnindi
(Ólafur Pálsson 1861). Eggin hafa hugsan-
lega verið svartbaksegg, auk æðareggja.
Varðandi kópaveiðina þá er óljóst hvort um
er að ræða landsel eða útsel. Hitt er ljóst
að varla hefur verið um að ræða aðra staði
en sker nr. 1 og eyju nr. 4 þar sem selur
hefur getað látrað sig. Melgresi hefur
greinilega verið jafnmikið í þá daga og það
er í dag, því sama heimild talar um að 2-3
skipsfarmar af mel fáist úr Borgareyjum.
Fjöldi æðarhreiðra í Borgareyjum virðist
ekki hafa breyst að neinu marki frá því fyrir
tveimur öldum. Að líkindum hefur verið
hætt að nytja varpið áður en 20. öldin gekk
í garð og hlunnindin ekki síður verið egg
en dúnn. Sigurður Stefánsson (1917)
nefnir ekki dúntekju á Borg 1914, þótt
önnur hlunnindi Borgareyja hafi verið
nýtt fram eftir öldinni.
Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi (1938)
lýsir ólíku viðhorfi Borgarpresta til skarfa.
Þegar séra Páll Guðmundsson kom eitt sinn í
Borgareyjar voru skarfsungar að skríða úr
eggjum. Séra Páll sat á Borg á árunum 1823-
1846 (Sveinn Níelsson 1869 (1950)) svo
skarfur hefur að minnsta kosti orpið í
eyjunum sum þeirra ára. Hins vegar er óljóst
193