Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 65
INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR Nokkrir punktar UM HAFIÐ OG JARÐEFNAFRÆÐI ÞESS „How inappropriate to call this planet Earth when it is so clearly Ocean. “ ArthurC. Clarke, Nature, 8. mars 1990. Á undanfömum árum hefur færst mjög í vöxt að náttúruvísindamenn tengi saman þekkingu úr ólíkum vísindagreinum til þess að fá yfirlit yfir hringrásir náttúmnnar. í þessari grein verður fjallað almennt um lífjarðefnafræði hafsins og þau náttúru- lögmál sem almennt gilda í hafinu. Mörg þessara lögmála hafa bæði gildi fyrir rann- sóknir á loftslagi jarðar og rannsóknir á sam- spili hafs, lífhvolfs, steinhvolfs og and- rúmslofts. Enn er margt órannsakað á þessu sviði og má þess vegna búast við nýjum uppgötvunum í framtíðinni. Séð utan úr geimnum er jörðin sveipuð blárri slikju (1. mynd). Þetta stafar m.a. af því að hafið hylur um 71% af yfirborði jarðar (Unnsteinn Stefánsson 1991). Hafið, sem er uppspretta lífsins á jörðinni, hefur mikil áhrif á loftslag jarðarinnar auk þess sem flest efnasambönd jarðar enda að lokum í hafinu og setlögum þess (Baird 1995). í hafinu eru nú um 1.360.000 km3af vatni, sem er gríðarlegt magn og meira en hafdýpin geta borið. Sjórinn flýtur því út yfir brúnir meginlandanna. Ingibjörg Elsa Bjömsdóltir (f. 1966) lauk B.Sc. prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1995, og M.Sc. prófi í umhverfisvísindum frá Chalmers Tekniska Högskola árið 1996 í Gautaborg, Sví- þjóð. Hún starfar sem ráðgjafi í umhverfismálum hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun. Landslag hafsbotnsins er mjög breytilegt og endurspeglar hreyfingar efnis í möttlinum. Helstu landslagsformin í hafinu eru landgrunn, landgrunnsbrúnir, land- grunnshlíðar, úthafsbotn, djúprennur og út- hafshryggir. Landgrunnshlíðarnar eru eins og fjallshlíðar og úthafshryggirnir eru fjall- garðar sem teygja sig langar leiðir eftir úthafsbotninum. Hásléttur, sprungusvæði, djúprennur og úthafshryggir skipta heims- höfunum í smærri hluta. Stærst allra úthafa er Kyrrahafið, 165 milljón ferkílómetrar að stærð. í því er meira en helmingur alls vatns ájörðinni (1. tafla). Landgrunnshlíðarnar hafa 4° halla að meðaltali og tengjast úthafsbotninum á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi (Pinet 2000). Risastór gil skerast inn í landgrunns- hlíðarnar og geta þau verið allt að tveggja kíiómetra djúp. Á úthafsbotninum eru miklar sléttur. Halli þeirra er aðeins um 0,5° sem þýðir að slétturnar eru með flatlendari svæðum jarðar. Á sléttunum eru misþykk setlög sem eiga sér landrænan uppruna. Á sléttunum er einnig að finna hæðir og fjöll. Mörg fjallanna eru gömul eldfjöll sem rísa meira en 100 me- tra yfir sléttlendið. Úthafshryggirnir eru langar fjallakeðjur, alls um 60.000 km að lengd. Þeir ná yfir um 1/3 hluta hafsbotnsins og eftir þeim miðjum liggur dalur sem er um 25-50 km að breidd og með mishæðóttan dalbotn. Landslag heimshafanna í grófum dráttum másjáá2. mynd. Samkvæmt ílekakenningunni skiptist jarð- Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 239-244, 2002. 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.