Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 4
Skógrækt og NÁTTÚRUVERND Skógrækt og náttúruvernd eru land- nýtingarhættir sem ná til stórra landsvæða og eru þar í flokki með búfjárbeit, land- græðslu, útivist og ferðamannaútvegi. Rætt er um skógrækt hér á landi sem nái til nokkurra þúsunda km2, en við landnám er talið að nokkrir tugir þúsunda km2 hafi verið skógi eða kjarri vaxnir. Náttúruvernd, með friðlöndum og þjóðgörðum, þyrfti sennilega að ná til nokkurra tuga þúsunda km2 ef vel ætti að vera. Skógrækt breytir ásýnd lands og gróðurfari, en því fylgir svo breyting á dýrafari og í vissum mæli á vatnafari og jarðvegi. Við það getur raskast landslag og lífríki sem ástæða eða nauðsyn gæti verið til að vernda eða varðveita. Vissir árekstrar geta því orðið milli þessara landnýtingar- hátta og deilur risið, sem hvorugum eru til framdráttar. Abyrgir áhugaaðilar um hvorn tveggja landnýtingarháttinn hafa um nokkurt skeið leitað leiða til að greiða fyrir sambýli þeirra, þannig að árangur verði sem mestur af hvorum tveggja en skerðing og röskun sem minnst. Markviss umræða er hafin um skógrækt og landslagsvernd, en það hugtak komst fyrir aðeins örfáum árum inn í íslenska löggjöf og eru hugmyndir um hana enn ekki mjög þróaðar. Er því viðbúið að sú umræða vari enn um sinn. Umræða er einnig hafin um samlögun skógræktar og þess lífríkis sem fyrir er. „Myllur guðs mala hægt,“ segir máltækið, og svo er stundum einnig með myllur hins opinbera kerfis. En nú hafa Náttúrufræðistofnun íslands og Skógrækt I ríkisins tekið höndum saman um að kanna áhrif skógræktar á annað lífríki og valið lii þess Fljótsdalshérað, þar sem flæmi ný- skóga eru núna stærst. Með því er efnt til grunns að skynsamlegu fyrirkomulagi sam- býlis skógræktar og náttúruverndar. Angi af þessari samvinnu var erindi, sem fuglafræðingar Náttúrufræðistofnunar fluttu á fræðslufundi HÍN 28. janúar síðastliðinn, um áhrif skógræktar á fuglalíf í ljósi núverandi þekkingar. Hér er unnt að ganga þétt og örugglega til verks, því að munur er á tímahorfi skóg- ræktar og mannvirkjagerðar, t.d. vegagerð eða virkjunarlónum sem hvort tveggja tekur stuttan tíma og er þá unnið til fulls, auk þess að vera nánast óafturkræft. Hringrás skógar- ins er nærri öld, hvort sem er frá setningu og til höggs í viðarskógum eða miðað við líftíma íslenskra birkiskóga. Auk þess er skógrækt að verulegu leyti afturkræf. Skóg- urinn bætist við smátt og smátt, en það býður upp á sveigjanleika og lagfæringar meðan á aðgerðinni stendur. Þannig gefast margvíslegir möguleikar á að fella skóginn saman við náttúruvernd, en grunnur þess er sú þekking á samvist þeirra sem nú er efnt til og samkomulag um fyrirkomulag hvors tveggja. Ríður nú á miklu að fylgja þessu góða upphafi eftir, skipulega og rösklega, svo að koma megi bæði skógrækt og náttúruvernd fyrir sem haganlegast og hnökraminnst, landinu og þjóðinni til heilla. Freysteinn Sigurðsson, formaður HÍN. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.