Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 74
í þeim efnum hefur félaginu verið nokkuð þröngur stakkur skorinn af framangreindum ástæðum. Segja má í heild að hagur félagsins hafi verið nokkuð þröngur, en þó ekki enn aðþrengdur, að viðfangsefni þess séu mörg nokkuð ljós en svigriim til að fást við þau hafi verið að ýmsu leyti ófullnægjandi. Til úrbóta þarf að leita leiða til að bæta fjárhag félagsins, leita þarf færa til að virkja betur krafta fleiri félagsmanna og kynna þarf félagið betur' fyrir almenningi og aðilum þeim sem því er ætlað að vera til gagn- semdar. ■ REIKJMINGAR FÉLAGSINS Gjaldkeri HIN, Kristinn Albertsson, gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir án athugasemda. Velta félagsins var rúmlega 5 milljónir króna og var hátt í einnar milljónar króna afgangur af rekstri. A það er að líta að skuldbindingar vegna tímaréttrar útgáfu Náttúrufræðingsins eru ekki taldar með í reikningum þessum og getur því arður eða tap í ársuppgjöri á rekstri farið mikið eftir því hvorum megin áramóta gjöld vegna útgáfunnar koma til greiðslu. Fé í sjóði var tæpar 4 milljónir króna, en eignir umfram skuldir (að með- töldum metnum birgðum og útistandandi kröfum) voru um 6V2 milljón króna. Fjárhagur félagsins er því áfram nokkuð þröngur og má það ekki við miklum aukalegum útgjöldum ef ekki skal halla til hins verra. Árgjöld voru 3.600 kr. fyrir einstakling, 4.200 kr. fyrir hjón (fá aðeins eitt eintak af Náttúrufræðingnum) og 2.400 kr. fyrir ung- menni (23 ára og yngri). ■ DÝRAVERNDARRÁÐ OG HOLLUSTUHÁTTARÁÐ Fulltrúi HIN í Dýraverndarráði, Arnór Þ. Sigfússon, flutti skýrslu um störf ráðsins á árinu 1999. Fundir hefðu verið fáir og frekar dauft yfir starfi ráðsins, en helstu mál hefðu tengst dýrahaldi í atvinnuskyni, svo sem í dýraverslunum og dýragörðum sem flest starfi án leyfis. Auk þess hefðu komið upp mál vegna vanhirðu á hrossum og kattamál í Reykjavík. Formaður HÍN las skýrslu frá Hákoni Aðalsteinssyni, fulltrúa félagsins í Hollustuháttaráði. Fyrsta verkefni ráðsins var að fara yfir lög nr. 7/1998 um hollustu- hætti og mengunarvarnir vegna nauð- synlegra gjaldskrárbreytinga. Annað stórt verkefni var að fara yfir mengunarreglu- gerðir, nærri 30 talsins, sem afgreiða þurfti með nokkru hraði. ■ LAGABREYTINGAR Formaður HÍN, Freysteinn Sigurðsson, kynnti tillögur stjórnar að lagabreytingum og voru þær samþykktar samhljóða eftir stuttar umræður. Helstu breytingar eru eftirtaldar: Lög félagsins heita nú „Samþykktir Hins íslenska náttúrufræðifélags“ og endur- skoðendur verða nefndir „skoðunarmenn reikninga“. Er þetta hvort tveggja til sam- ræmis við það sem nú tíðkast um félög í landinu. Skipan stjórnar verður breytt svo, að sjö manns eru nú í stjórn, en fimm voru áður, og engir varamenn verða en voru tveir áður. Felld eru út ákvæði um að birta félagatal á fimm ára fresti og ákvæði um ævifélaga. Upp eru tekin ákvæði um að stjórn setur starfsreglur um starfsemi á vegum félagsins og stjórn tilnefnir nefndir og ráð á vegum félagsins, þegar það á við, og tilnefnir fulltrúa í opinberar nefndir og ráð fyrir hönd félagsins. ■ STjÓRNARKJÖR Kjör stjórnarmanna fór fram samkvæmt nýsamþykktum samþykktum félagsins en bráðabirgðaákvæði voru í samþykktunum vegna breytingar á fjölda stjórnarmanna. Formaður, Freysteinn Sigurðsson, gaf kost á sér til endurkjörs og var kjörinn án mót- framboðs. Kristinn Albertsson gaf kost á 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.