Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 27
eftir almennu heilsufari, aldri, líkamsstærð, hvar stungan lendir og jafnvel því eitur- magni sem viðkomandi fær í sig. Það er vissulega viðsjárverðara að lenda í fjölda- árás geitunga en að fá stakar stungur. Langflestir upplifa stungu sem sársauka, bólgu og ertingu í húð, áhrif sem vara oftast frá nokkrum mínútum til nokkurra klukkustunda. Sumir eru viðkvæmari, skynja mun meiri sársauka og fá bólgur sem vara í marga daga, kláða hér og þar um líkamann, jafnvel ofsakláða, finna fyrir limpu og andlegum óróa. Önnur einkenni eru m.a. heiftarlegur bjúgur, herpingur í brjóstholi, öndunartregða, flökurleiki, svimi og jafnvel yfirlið. Til eru ofurnæmir einstaklingar sem geta hlotið snöggan dauðdaga í kjölfar geit- ungsstungu. Tíðni slíks bráðaofnæntis er í raun ógnvekjandi, eða 3%. Sú saga hefur verið sögð að Menes konun'gur, fyrsti faraó Egyptalands (um 3000 f.Kr.), hafi látist af völdum geitungastungna. Frá Englandi og Wales eru til tölur um tíðni dauðsfalla af völdum geitunga. Á árunum 1949-1969 létust 70 manns af völdum geitungastungna, eða að meðaltali 3,3 á ári (á bilinu 0-8). Þetta eru þó taldar lágmarkstölur, því gert er ráð fyrir að geitungar eigi oftar þátt í dauðsföllum án þess að dánarorsök hafi beinlínis verið rakin til þeirra. Meginástæða dauðsfalla er ofnæmislost, sem kemur til af þrýstings- falli í æðakerfinu. Útbrot með ofsakláða spretta fram og ofsabjúgur færist yfir líkamann. Öndun verður mjög grunn og Púls vart merkjanlegur, viðkomandi svitnar heiftarlega og missir fljótlega meðvitund. Dauðastríð eftir geitunga- stungur tekur venjulega skamman tíma; 66% fórnarlambanna hafa kvatt innan klukkustundar og 96% innan fimm klukkustunda. HVERNIG BREGÐAST SKAL VIÐ STUNGUM Því hefur oft verið haldið fram að eitur geitunga og býflugna sé í öðru tilfellinu súrt en í hinu basískt (þ.e. með hliðsjón af pH-gildi). Því sé það áhrifaríkur mótleikur að bera á stungusár efni af gagnstæðu pH-gildi. Staðreyndin er hins vegar sú að pH-gildi geitungaeiturs er u.þ.b. 6,8 eða því sem næst hlutlaust. Því er ofan- greindur mótleikur ekki líklegur til að skila tilætluðum árangri. Líklegra er að edikið auki frekar á ertingu húðarinnar. Fyrir þann stóra meirihluta sem ekki hefur ofnæmi fyrir eitri geitunganna er varla þörf á sérstökum mótaðgerðum. Þó gæti verið gagnlegt að sápuþvo stungu- sár og bera síðan á það andhistamín til að draga úr kláðaverkun og sársauka af völdum histamínsins í eitrinu. Við stung- una gerist það einnig að líkaminn fram- leiðir histamín sem viðbrögð við þeim utanaðkomandi prótínum sem eitrið inni- heldur. Það eykur enn frekar á áhrif stungunnar. Andhistamínlyf eru fram- leidd í ýmsu formi, sem úði, áburður eða töflur til inntöku og er eindregið mælt með að taka það inn í töfluformi. Kæling er einnig gagnleg, því hún minnkar bólgu og dregur úr kláða. Þeir sem næmari eru geta búist við blóðþrýstingsfalli og ættu því að taka lífinu með ró í nokkrar klukkustundir eftir stungu. Að öllu jöfnu er óþarfi að leita læknis- aðstoðar ef menn kenna sér ekki óeðlilegs meins af völdum stungna. Verði menn hins vegar fyrir stungu í munnholi skal umsvifalaust leita til læknis. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að tunga og háls bólgni skyndilega og jafnvel svo heiftarlega að öndunarvegur teppist. Það getur komið fyrir hvern sem er og þarf ekki ofnæmis- viðbrögð til. Hins vegar er ákaflega mikilvægt að viðkomandi komist undir læknishendur hið snarasta ef ofnæmis- viðbrögð gera vart við sig. Mínútur geta skipt sköpum. ■ hvernig skal haga sér í NÁVIST GEITUNGA? Enginn veit að óreyndu hversu næmurhann er. Það er því grundvallarregla að forðast 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.