Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 44
Salix phylicifolia Gulvíðir 5 Sedum villosum Flagahnoðri 3 Senecio vulgaris Krossfífill 2 Silene dioica Dagstjarna 2 Sorbus aucuparia Reyniviður 2 Stellaria graminea Akurarfi 3,6 Taraxacum spp. Túnfifill 4 Thalictrum alpinum Brjóstagras 3 Thymus praecox Blóðberg 5 Trifolium repens Hvítsmári 5 Tussi lago farfara Hóffffill 5,6 Vaccinium uliginosum Bláberjalyng 4 Veronica serpliyllifolia Lækjadepla 3 Vicia cracca Umléðmingur 3,6 ■ DREIFINGARAÐFERÐIR TEGUNDANNA Gróðurgreiningin leiddi í ljós að rúmlega hundrað tegundir hafa numið land þarna í reitnum. Auðvelt er að gera sér grein fyrir hvernig sumar þeirra hafa borist þangað, hvað öðrum viðkemur liggur það ekki í augum uppi og í nokkrum tilvikum er það algjör ráðgáta. Þegar gengið var frá svæðinu 1985 var sáð þarna erlendri grasfræblöndu en ekki er vitað hvaða tegundir voru í henni. Þó er augljóst að tegundum eins og rauð- vingli, hávingli, axhnoðapunti, háliðagrasi og vallarfoxgrasi hefur verið sáð þarna. Þótt tvær síðastnefndu tegundirnar hafi ílenst fyrir löngu eru þær í það miklum mæli þama að þeim hefur greinilega verið sáð. Mikið er þama af hálíngresi og þótt það setjist auðveldlega að í röskuðu landi, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu, er ekki ólíklegt að það hafi einnig verið með í fræblöndunni. Vallarsveifgras á svæðinu er mjög breyti- legt, enda er um að ræða safn margra smá- tegunda sem skýr afmörkun verður naumast dregin á milli. Líklegast er að einhverjum hafi verið sáð en aðrar eru greinilega innlendar. Þegar jarðvegur er fluttur til berast oft með honum plöntu- og rótahlutar sem ná að vaxa upp og verða að nýjum einstaklingum. Greinilega hafa elftingarnar og húsapuntur, sem víða eru ríkjandi, borist þannig og einnig er líklegt að silfurhnappur, um- feðmingur og sigurskúfur hafi komið á þennan hátt. Sama gæti hafa átt sér stað með roðafífil og hóffífil þótt dæmi séu þess að þeir sái sér auðveldlega í opið land, einkum þó hóffífillinn (Jóhann Pálsson, óbirt gögn). Ekki er heldur ólíklegt að hvítsmárarenglur hafi borist með aðfluttu efni í byrjun, en hvítsmári er orðinn svo algengur á svæðinu að hann hefur vafalaust dreift sér þar síðan með fræi. Eitthvað af fræi kann einnig að hafa borist með aðfluttu efni en hve mikið af spírunarhæfu fræi hefur lent í efstu jarðlögunum er ógerlegt að geta sér til um. Fræ þeirra plantna sem bera ber dreifist umfram allt með fuglum. Bláberjalyng og krækilyng er þegar orðið mjög algengt þarna á svæðinu og ágætt dæmi um hversu ötulir frædreifarar fuglar eru. Þarna fundust einnig örfáar plöntur af reyniviði og ein planta af sortulyngi, en það hefur verið að breiðast mjög út á þessum slóðum seinustu ára- tugina. Fyrir u.þ.b. 30 árum fannst sortulyng ekki nær Grafarvoginum en í austanverðu Grafarholti, en það er um tvo kílómetra frá botni Grafarvogs. A seinustu árum hefur það verið að skjóta upp kollinum víða í sunnanverðu Keldnaholtinu og nú er það fundið þarna við Gullinbrúna. Hvað veldur þessari auknu útbreiðslu nú er ekki gott segja; einu umhverfisbreytingar sem þarna hafa orðið eru að beit hefur lagst af á þessum slóðum. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.