Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 44
Salix phylicifolia Gulvíðir 5
Sedum villosum Flagahnoðri 3
Senecio vulgaris Krossfífill 2
Silene dioica Dagstjarna 2
Sorbus aucuparia Reyniviður 2
Stellaria graminea Akurarfi 3,6
Taraxacum spp. Túnfifill 4
Thalictrum alpinum Brjóstagras 3
Thymus praecox Blóðberg 5
Trifolium repens Hvítsmári 5
Tussi lago farfara Hóffffill 5,6
Vaccinium uliginosum Bláberjalyng 4
Veronica serpliyllifolia Lækjadepla 3
Vicia cracca Umléðmingur 3,6
■ DREIFINGARAÐFERÐIR
TEGUNDANNA
Gróðurgreiningin leiddi í ljós að rúmlega
hundrað tegundir hafa numið land þarna í
reitnum. Auðvelt er að gera sér grein fyrir
hvernig sumar þeirra hafa borist þangað,
hvað öðrum viðkemur liggur það ekki í
augum uppi og í nokkrum tilvikum er það
algjör ráðgáta. Þegar gengið var frá svæðinu
1985 var sáð þarna erlendri grasfræblöndu
en ekki er vitað hvaða tegundir voru í henni.
Þó er augljóst að tegundum eins og rauð-
vingli, hávingli, axhnoðapunti, háliðagrasi
og vallarfoxgrasi hefur verið sáð þarna. Þótt
tvær síðastnefndu tegundirnar hafi ílenst
fyrir löngu eru þær í það miklum mæli þama
að þeim hefur greinilega verið sáð. Mikið er
þama af hálíngresi og þótt það setjist
auðveldlega að í röskuðu landi, a.m.k. hér á
höfuðborgarsvæðinu, er ekki ólíklegt að
það hafi einnig verið með í fræblöndunni.
Vallarsveifgras á svæðinu er mjög breyti-
legt, enda er um að ræða safn margra smá-
tegunda sem skýr afmörkun verður
naumast dregin á milli. Líklegast er að
einhverjum hafi verið sáð en aðrar eru
greinilega innlendar.
Þegar jarðvegur er fluttur til berast oft með
honum plöntu- og rótahlutar sem ná að vaxa
upp og verða að nýjum einstaklingum.
Greinilega hafa elftingarnar og húsapuntur,
sem víða eru ríkjandi, borist þannig og
einnig er líklegt að silfurhnappur, um-
feðmingur og sigurskúfur hafi komið á
þennan hátt. Sama gæti hafa átt sér stað með
roðafífil og hóffífil þótt dæmi séu þess að
þeir sái sér auðveldlega í opið land, einkum
þó hóffífillinn (Jóhann Pálsson, óbirt gögn).
Ekki er heldur ólíklegt að hvítsmárarenglur
hafi borist með aðfluttu efni í byrjun, en
hvítsmári er orðinn svo algengur á svæðinu
að hann hefur vafalaust dreift sér þar síðan
með fræi. Eitthvað af fræi kann einnig að
hafa borist með aðfluttu efni en hve mikið af
spírunarhæfu fræi hefur lent í efstu
jarðlögunum er ógerlegt að geta sér til um.
Fræ þeirra plantna sem bera ber dreifist
umfram allt með fuglum. Bláberjalyng og
krækilyng er þegar orðið mjög algengt þarna
á svæðinu og ágætt dæmi um hversu ötulir
frædreifarar fuglar eru. Þarna fundust einnig
örfáar plöntur af reyniviði og ein planta af
sortulyngi, en það hefur verið að breiðast
mjög út á þessum slóðum seinustu ára-
tugina. Fyrir u.þ.b. 30 árum fannst sortulyng
ekki nær Grafarvoginum en í austanverðu
Grafarholti, en það er um tvo kílómetra frá
botni Grafarvogs. A seinustu árum hefur
það verið að skjóta upp kollinum víða í
sunnanverðu Keldnaholtinu og nú er það
fundið þarna við Gullinbrúna. Hvað veldur
þessari auknu útbreiðslu nú er ekki gott
segja; einu umhverfisbreytingar sem þarna
hafa orðið eru að beit hefur lagst af á
þessum slóðum.
218