Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 12
Auk þess fer hættan eftir stærð svæðis-
ins, sem flóðin ná yfir, einkum hve langt
þau ná niður á sléttlendi áður en þau
stöðvast. Til þess að átta okkur betur á
þessunt atriðum þurfum við að ræða um
hreyfingar snjóflóða. Afl snjóflóða er að
mestu háð þeim hraða, sem flóðin ná á
braut sinni, og því hve þéttur snjórinn er
i sér (eðlismassanum). Skriðlengd flóð-
anna fer einnig eftir hraðanum. Flóðin
stöðvast þegar núningskraftar hafa eytt
ailri hreyfiorku þeirra.
Hreyfing snjóflóða
Þegar snjóflóð fer af stað frá upptök-
um vex hraði þess ört, en samtímis auk-
ast núningskraftar, sem verka gegn
hreyfingu snjósins. Fer svo, að jafn-
vægi kemst á milli þyngdarkraftsins,
sem rekur flóðið áfram, og núnings-
kraftanna, sem spyrna á móti hreyfing-
unni. Þegar svo er kontið hefur flóðið
náð hámarkshraða. Flóð ná venjulega
þessurn hraða fljótt eftir að þau hafa
farið af stað. Hröðunarvegalengdin er
stutt. Þegar flóðið hefur farið vegalengd,
sem er 40 sinnum hæð þess, er hraði
flóðsins venjulega orðinn 90% af há-
markshraðanum.
Hraði snjóflóðs fer eftir halla fall-
brautar, þykkt og gerð snjólagsins og
hrjúfleika botnsins á brautinni, sem
flóðið fer um. Snjóflóð geta runnið í
flekum, streymt með jörðu eða þyrlast í
lofti niður fjallshlíðar. Meðan hraði er
lítill í flekaflóði renna flekarnir í heilu
lagi. En verði hann meiri en 10 m/s
brotna þeir og tætast í sundur og umrót
og blöndun hefst í straumnum. Miklu
skiptir í hreyfingu snjóflóða hvort
snjórinn er þurr eða votur. Hefur það
áhrif á hraða þeirra og hve vel þau
fylgja ákveðnum farvegum í fjallshlíð-
inni. Hrein kófhlaup hreyfast líkast
þungu gasi, sem streymir niður halla, og
ójöfnur í landslagi á vegi þeirra hafa
mjög lítil áhrif á ferð þeirra. Hraðinn í
frambrún hlaupsins er oft 20—70 m/s.
Lægri hraðamörkin samsvara 9 vind-
stigum, eða stormi, en tjón af völdum
kófhlaupa er hins vegar mun meira en af
völdunt vinda þar sem eðlismassi kófsins
(P=3—15 kg/m3) er mun meiri en lofts
(p—1.25 kg/m3). Þurr flóð með eðlis-
massap = 70—300 kg/m3 fylgja venju-
lega ákveðnum fallbrautum, sem af-
markast af landslagi. Þó falla þau eftir
beinum brautum og fylgja ekki krókum
í giljum og ójöfnur í landslagi hafa lítil
áhrif á stefnu þeirra. Hámarkshraði
þurra flóða er oft 15—60 m/s. í voturn
flóðum er eðlismassi snjósins p— 300—
400 kg/tn3 og hámarkshraðinn getur
verið 5 — 30 m/s. Þau flóð streyma likt
og vökvi, fylgja bugðum á braut sinni og
minnstu ójöfnur hafa áhrif'á streymi
þeirra.
Af ofansögðu er ljóst að lega fall-
brautar frá ákveðnunt upptökum flóðs
fer eftir því hvort snjórinn er þurr eða
votur. Er því varhugavert að dæina ystu
mörk hlauprása eftir vitneskju um vot
eða þurr flóð eingöngu. Þótt hér hafi
verið tekin dænti um þurr flóð og vot
eru flest flóð blönduð að gerð. Flóð, sem
fara af stað í þurrum snjó, verða oft vot
er neðar dregur í hlíðar. Hrein kófhlaup
eru sjaldgæf en sjást þó ef þurr flóð fara
fram af klettum.
Þegar snjóflóðið hefur fallið langleið-
ina niður fjallshlíðina minnkar halli
hennar og dregur það úr hraða flóðsins.
Fallbraut flóðsins nær oft niður að
15—20° halla. En hlutar hennar geta
verið flatari og þess eru dæmi að flóð
geti borist langt upp i fjallshlíðar, eink-
266