Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 30
annars vegar og kynþroska hins vegar.
Vænleikinn hefur meiri áhrif en aldur-
inn, og hefur það komið glögglega í ljós
viö könnun á fylgni á milli jrunga eistna
annars vegar og líf- eða fallþunga
lambanna hins vegar. Rannsóknir á
eistum og aukaeistum sláturlamba gáfu
jafnframt til kynna, að í flestum tilvik-
urn væri myndun sáðfruma hafin þá
þegar. Þau örfáu hrútlömb, sem ekki
höfðu sáðfrumur í aukaeistum um
réttaleytið, voru reyndar yngst, rýrust
og með léttustu eistun. Eistu kynþroska
hrútlamba virðast hafa náð um það bil
hálfum þunga eistna fullvaxinna hrúta,
en breytileiki meðal einstaklinga er
mikill. Aldur og þungi við kynþroska er
allmismunandi.
Athuganir á þroska æxlunarlims
hrútlamba gefa allgóðar vísbendingar
um kynþroska (Ólafur Dýrmundsson,
1972). Samkvæmt [jeim athugunum,
sem hér hafa verið gerðar, má ætla að í
flestum tilvikum séu íslensk hrútlömb
búin að ná líffræðilegum kynþroska
síðla sumars, um þriggja mánaða göm-
ul, en það séu aðeins rýr og síðborin
lömb, sem ekki hafa náð því þroskastigi
fyrir réttir á haustin, þ. e. a. s. um fjög-
urra mánaða gömul. Aftur á móti er
ekki ljóst, hvenær fyrst er hægt að nota
lambhrúta við tilhleypingar, en líklegt
er, að þeir geti lembt ær, sem beiða
snemma hausts, þ. e. a. s. skömmu eftir
að líffræðilegum kynþroska hrútanna er
náð. Þarna skortir rannsóknir, en í
gögnunum um óvenjulegan fang- og
burðartíma eru þess dæmi, að ær hafi
fengið við lambhrútum snemma í októ-
ber og í byrjun nóvember. Atferli
lambhrúta að sumar- og haustlagi
bendir vissulega til greinilegrar kyn-
hvatar, og á venjulegum fengitíma,
þegar þeir eru orðnir um 7 mánaða
gamlir, eru þeir oftast notaðir við til-
hleypingar með góðum árangri.
9. Kynhvöt fullvaxinna hrúta
Hrútar hér á landi eru jafnan notaðir
mikiö í tiltölulega stuttan tíma ár hvert,
einkum í seinni hluta desember og
byrjun janúar. Ljóst er, að mikili munur
er á kynhvöt og afkastagetu einstakra
hrúta við tilhleypingar og fyrir kemur,
að stöku hrútar eru getulitlir og jafnvel
ófrjóir. I hérlendum rannsóknum hefur
kynstarfsemi hrúta verið mjög lítill
gaumur gefinn.
Að vetrarlagi eru hrútarnir venjulega
aðskildir frá öðru fé í fjárhúsi, og í sum-
arhögum halda þeir gjarnan hópinn,
skilja sig að mestu frá ánum og virðast
ekki hafa áhuga á nærveru þeirra. Þegar
rannsóknir á hinum eðlislæga fengitima
hófust vaknaði sú spurning, hvort ís-
lenskir hrútar væru frjóir allt árið. Nið-
urstöðurnar um óvenjulegan fang- og
burðartíma áa bcnda raunar til þess, að
a. m. k. sumir hrútar séu frjóir og hafi
nægilega sterka kynhvöt til að geta
lembt ær, sem beiða utan hins reglulega
fengitíma. Jafnframt kom í ljós í rann-
sóknunum á lengd fengitima ánna, að
hrútarnir sýndu eölilega kynhvöt á öllu
tilraunaskeiðinu, sem stóð frá hausti til
vors.
Gerð var ein athugun á kynhvöt
hrúta utan hins eölislæga fengitíma, en
til þess þurfti að hafa tiltækar blæsmur
á óvenjulegum árstíma. Þess ber að geta,
að mikil reynsla hefur fengist hér á landi
af notkun frjósemisvaka (hormóna) fyrir
sauðfé á venjulegum fengitíma (Halldór
Pálsson, 1962; Ólafur Dýrmundsson,
1977). Hér var í fyrsta skipti gerð tilraun
til að láta ær beiða utan hins eðlislæga
284