Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 35
Ingólfur Davíðsson:
Blæösp á Islandi
ASPAR FYRST GETIÐ
„Aö skjálfa eins og espilauf," segir
gamalt máltæki, en skjálftinn og skrjáfið
í laufinu er einmitt eitt af helstu ein-
kennum blæasparinnar. Ilinn granni,
hliðflati blaðstilkur er oft álíka langur
og breidd laufblöðkunnar. Bærast lauf-
in því við minnsta vindblæ og í golu
skrjáfar i þeim. Þau eru talsvert breyti-
leg að lögun, oftast egglaga eða hjarta-
laga, 3—5 sm í þvermál. Á rótarskotum
eru þau öllu stærri, hjartalaga eða nærri
kringlótt. Litur laufsins ljósgrænn.
Börkur blæaspar er grágrænn og sléttur
á ungum trjám, en dökknar þegar trén
eldast, a. m. k. neðst á stofnunum og
verður síðan nokkuð hrufóttur. Aspar-
viður er notaður i eldspýtur og þiljur.
Rótarkerfið er fremur grunnt, og á
rótunum myndast brum, sent úr vaxa
rótarsprotar til fjölgunar eða útbreiðslu.
Þannig getur smám saman vaxiö upp
lundur umhverfis móöurtréð af rótar-
sprotum einum. Virðist myndun rótar-
sprota færast í aukana og verða aðal-
dreifingaraðferðin, ef öspin verður fyrir
þrengingum. I nágrannalöndunum ber
blæösp langa og loðna, rauðleita, hang-
andi rekla, snemma vors, löngu fyrir
laufgun. Ekki er mér kunnugt urn að
reklar hafi fundist á ösp hér á landi, og
ef hún blómgast ekki, hlýtur hún að
dreifast eingöngu nteð rótarsprotum.
Hún laufgast öllu seinna en birkið, sem
hún vex innan um á Islandi. Varla nær
blæösp háum aldri. I Danmörku t. d. er
hún sjaldan talin verða meira en aldar-
gömul. Rótarskot geta þó lifaö áfram og
endurnýjað hana. Til eru gömul ör-
nefni, t. d. Espihóll í Eyjafirði, sem
bendir til jtess að ösp hafi vaxið hér frá
öndveröu, en fundin er hún ekki fyrr en
á okkar öld. Árið 1914 birtist í skýrslu
Hins íslenska náttúrufræðifélags (Nátl-
úrufræðifélagið 25 ára 1889— 1914) rit-
gerð „Öspin í Fnjóskadalnum", eftir
Stefán Stefánsson grasafræðing og
skólameistara, höfund „Flóru íslands".
Stefán segir svo frá:
Að áliðnu sumri 1911 kom til mín Stefán
Kristjánsson skógvörður á Vöglum og
færði mjcr „kvisti kynlcga", er hann kvað
„koma úr jörðu“ austur í Fnjóskadal í
Garðslandi, austan Fnjóskár norðarlega,
á að gizka 800—1000 metra í vestur frá
bænum. — Hafði bóndinn 1 Garði, Páll
G. Jónsson, veitt þvi eftirtekt fyrir 7 ár-
um síðan, að planta þessi var með öðrum
hætti en aðrar plöntur, sem hann hafði
sjeð og uxu þar í grendinni.
Það, sem Stcfán kom með, voru all-
langir rótartágabútar af trjekendri
plöntu. Höfðu tágarnar vaxið lárjettar i
jörðu mjög grunt, og upp úr þeim hafði
Náttúrufræðingurinn, 49 (4), 1979
289