Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 35
Ingólfur Davíðsson: Blæösp á Islandi ASPAR FYRST GETIÐ „Aö skjálfa eins og espilauf," segir gamalt máltæki, en skjálftinn og skrjáfið í laufinu er einmitt eitt af helstu ein- kennum blæasparinnar. Ilinn granni, hliðflati blaðstilkur er oft álíka langur og breidd laufblöðkunnar. Bærast lauf- in því við minnsta vindblæ og í golu skrjáfar i þeim. Þau eru talsvert breyti- leg að lögun, oftast egglaga eða hjarta- laga, 3—5 sm í þvermál. Á rótarskotum eru þau öllu stærri, hjartalaga eða nærri kringlótt. Litur laufsins ljósgrænn. Börkur blæaspar er grágrænn og sléttur á ungum trjám, en dökknar þegar trén eldast, a. m. k. neðst á stofnunum og verður síðan nokkuð hrufóttur. Aspar- viður er notaður i eldspýtur og þiljur. Rótarkerfið er fremur grunnt, og á rótunum myndast brum, sent úr vaxa rótarsprotar til fjölgunar eða útbreiðslu. Þannig getur smám saman vaxiö upp lundur umhverfis móöurtréð af rótar- sprotum einum. Virðist myndun rótar- sprota færast í aukana og verða aðal- dreifingaraðferðin, ef öspin verður fyrir þrengingum. I nágrannalöndunum ber blæösp langa og loðna, rauðleita, hang- andi rekla, snemma vors, löngu fyrir laufgun. Ekki er mér kunnugt urn að reklar hafi fundist á ösp hér á landi, og ef hún blómgast ekki, hlýtur hún að dreifast eingöngu nteð rótarsprotum. Hún laufgast öllu seinna en birkið, sem hún vex innan um á Islandi. Varla nær blæösp háum aldri. I Danmörku t. d. er hún sjaldan talin verða meira en aldar- gömul. Rótarskot geta þó lifaö áfram og endurnýjað hana. Til eru gömul ör- nefni, t. d. Espihóll í Eyjafirði, sem bendir til jtess að ösp hafi vaxið hér frá öndveröu, en fundin er hún ekki fyrr en á okkar öld. Árið 1914 birtist í skýrslu Hins íslenska náttúrufræðifélags (Nátl- úrufræðifélagið 25 ára 1889— 1914) rit- gerð „Öspin í Fnjóskadalnum", eftir Stefán Stefánsson grasafræðing og skólameistara, höfund „Flóru íslands". Stefán segir svo frá: Að áliðnu sumri 1911 kom til mín Stefán Kristjánsson skógvörður á Vöglum og færði mjcr „kvisti kynlcga", er hann kvað „koma úr jörðu“ austur í Fnjóskadal í Garðslandi, austan Fnjóskár norðarlega, á að gizka 800—1000 metra í vestur frá bænum. — Hafði bóndinn 1 Garði, Páll G. Jónsson, veitt þvi eftirtekt fyrir 7 ár- um síðan, að planta þessi var með öðrum hætti en aðrar plöntur, sem hann hafði sjeð og uxu þar í grendinni. Það, sem Stcfán kom með, voru all- langir rótartágabútar af trjekendri plöntu. Höfðu tágarnar vaxið lárjettar i jörðu mjög grunt, og upp úr þeim hafði Náttúrufræðingurinn, 49 (4), 1979 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.