Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 7
niður á lagmót í þekjunni, eða jafnvel
niður að jörð. Halli fjallshlíðinni svo að
skerspennan við lagmótin sé meiri en
núningsviðnámið rennur snjóþekjan af
stað og brotnar í marga fleka. Þannig
hefst flekahlaup (4. mynd b). A svipað-
an hátt má lýsa upphafi lausasnjóflóða
(4. mynd a). Einhvers staðar á litlum
bletti í fjallshlíð er samloðun í snjónum
svo lítil, að hann skríður eða veltur af
stað og hrindir nálægum snjó á hreyf-
ingu, sem aftur ýtir af stað snjónum
neðar í hlíðinni. Stöðuorka leysist úr
læðingi og núningskraftar ná ekki að
eyða henni. Snjórinn í brekkunni er í
óstöðugu jafnvægi og við keðjuverkun
fer stöðugt stærra svæði á hreyfingu.
Af ofansögðu er ljóst, að styrkur snjó-
þekju, festa hennar við botn og jaðra og
spennur, sem á hana verka, ráða úrslit-
um um hvenær snjóflóð fellur.
Gerð snjóþekju.
lnnri styrkur og festa við
lagmót eða botn
Þol snjóþekju gegn spennu fer eftir
styrk einstakra snjólaga og festu við
lagmót í þekjunni og botn hennar. Auk
þess er þekjan tengd hlíðinni við efri og
neðri jaðar sinn.
Styrkur einstakra snjólaga i þekjunni
fer eftir gerð snjókornanna. Strax og
snjór fellur hefst ummyndun hans og
með tímanum verða snjókornin æ meir
kúlulaga. Við það sest snjóþekjan, eðl-
ismassinn vex og auk þess samloðun
hennar og styrkur. Hitastig í snjónum
ræður mestu um hve hröð þessi um-
myndun er. Þegar hitastig er nálægt
frostmarki er ummyndunin ör en úr
henni dregur þegar kólnar og við
-í-40oC stöðvast hún alveg. Þurr lausa-
mjöll hefur litla samloðun en votur snjór
hefur mikla samloðun og þolir vel
spennu. Verði snjór hins vegar að krapi
dregur mjög úr samloðun hans. Auk
hitastigs hefur vindur við snjókomu mikil
áhrif á gerð snjóþekju. Vindbarin snjó-
hella hefur allmikla samloðun en sé hún
þurr er hún stökk og þolir illa snöggar
breytingar í spennu.
Þótt ummyndun á snjó auki verulega
styrk snjóþekju er ein mikilvæg undan-
tekning frá þeirri reglu. Sé hitastigull f
snjóþekjunni getur myndast inni i henni
lag af viðkvæmum, óstöðugum kristöll-
um, sem nefnast djúphrím. Mest hætta
er á að slíkir kristallar myndist ef miklir
kuldar eru snemma vetrar þegar snjóa-
lög eru þunn og ósigin.
Festa snjóþekju við botn fer að miklu
leyti eftir hrjúfleika botnsins. Sléttar
skriður eða jafnlendar hlíðar þaktar
jarðvegi, t. d. grasi, veita lélega festu.
Stórgrýti, urðir, hjallar og klettabelti
261