Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 60
einfrumungi árjarðar til margbrotinna fjölfrumunga vorra tíma verði skýrð með skírskotun til stökkbreytinga, nátt- úruvals og annarra þekktra þróunar- afla. Flestir líffræðingar eru hins vegar sannfærðir urn að skýringar þróunar- fræðinnar séu í meginatriðum réttar. En þvi fer vissulega fjarri að öll kurl séu komin til grafar. Þekking manna á þró- unaröflunum er enn mjög ófullkomin. Þetta stafar að nokkru Ieyti af því að sá tími sem við höfum til athugunar á þeim er einungis örlítiö brot af þró- unarsögu lifsins á jörðinni. Auk þess hafa menn ekki ennþá haft tök á að kanna nema að mjög litlu leyti þær heimildir um þróunarsögu og þróunar- öfl sem erfðaefni tegundanna hlýtur að búa yfir. Á þessu sviði má vænta mikilla framfara á næstunni. Líklegt er að æ fleiri af spurningum þróunarfræðinnar muni er fram líða stundir verða svarað með tilvísun til sameindahegðunar. Allar rannsóknir á fyrirbærum lífs verða að taka mið af hinni langvarandi þróun sem lífverurnar eiga sér að baki; að sérhvert efnaferli, byggingaraðferð og byggingarvirki lífveru hefur verið margreynt og margendurbætt fyrir sleitulaust starf þróunaraflanna í milljónir, hundruð milljóna eða millj- arða ára. LOKAORÐ Þegar við virðum fyrir okkur geril- frumur sem búa við hagstæð lífsskilyrði sjáum við að þær vaxa og skipta sér án afláts meðan næring endist. Það er eins og gerilfruman eigi sér einungis eitt markmið. Það er að fjölga sér, að verða að tveimur frumum. Ekki fer á milli mála að þessi lifstefna gerilfrumunnar er mótuð af þeim boðum sem erfðaefni hennar býr yfir. Líkt er því farið með aðrar lifverur. Allar þroskast þær, starfa og auka kyn sitt samkvæmt boöum erfðaefnis síns. Þessi boð eru fengin i arf frá fyrri kynslóðum og hafa verið í stöð- ugri mótun allt frá því að líf kviknaði fyrst á jörðinni. Sameindaerfðafræðin, sem er fræði- grein á mörkum lifefnafræði og hreinn- ar erfðafræði, fjallar um eðli og túlkun þessara boða. Rannsóknir sem með fullum rétti verða taldar til þessarar greinar hafa aðeins verið stundaðar í um fjörutíu ár. Þær hafa samt þegar veitt mönnum mikla innsýn i efnislega undirstöðu erfða og frumustarfs. Þær hafa skýrt eðli erfðaefnisins, hvernig það er eftirmyndað af mikilli nákvæmni, hvernig það stýrir frumustarfi með boðum sínum um gerð hvítusameinda, hvernig stjórna má starfsemi þess, hvernig það tekur tilviljunarkenndum breytingum og hvernig slíkar breyt- ingar, stökkbreytingar, hafa áhrif á gerð og starf lífvera. Athyglisvert er að þessar uppgötvanir hafa rennt nýjum stoðunr undir meginkenningu líffræðinnar, þróunarkenninguna. I þessari kynningargrein hef ég Ieitast við að vekja athygli á nokkrum meiri háttar uppgötvunum á sviði sameinda- erfðafræðinnar og skyldra rannsóknar- greina. Enda þótt víða hafi verið komið við í frásögninni er samt margt ósagt en annað staðhæft án rökstuðnings. En þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi fræði betur geta væntanlega haft nokk- urt gagn af heimildaskránni sem fylgir greininni. HEIMILDIR Um líffrœdisögu: Glass, B., 0. Temkin & W.L. Strauss, Jr. 1959. Forerunners of Darwin: 1745—1859. The Johns Hopkins Press, Baltimore, Md. Jacob, F. 1970. La logique du vivant: une histoire de l’hérédité. Editions Galli- mard, Paris. Þýðing á ensku: The Logic of Life. Pantheon Books, New York 1973. 314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.