Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 36
skotið, með nokkrum millibilum, smá-
sprotum, kyrkingslegum og grannvöxn-
um, fárra sm háum, með Ijósgrænum,
hálfskinnkendum blöðum, mjög mis-
ntunandi að lögun og stærð. Þó sýnishorn
þessi væru eigi sem best meðfarin, var
ntjer þegar ljóst, að hjer gat ckki verið um
neinn þann runna að ræða, sem kunnugt
var um, að yxi hjer á landi. Sum blöðin
mintu mig á esþilauf, þó miklu fleiri
blöðin væri því ólík.
Stefán hugði þetta ösp, en vildi ekki
fullyrða neitt fyrr en hann hefði skoðað
plöntuna á vaxtarstaðnum, en það dróst
til haustsins 1913. En áður hafði Kofoed
Hansen skógræktarstjóri komið á stað-
inn og fullyrt að þetta væri ösp. Stefán
Kristjánsson skógvörður setti háa
gaddavírsgirðingu um asparbreiðuna
árið 1912. Stefán Stefánsson skrifar
áfram:
Bletturinn, innan girðingar, mun vera
um 20 arar (2/3 dagsl.). Melhallið er
allbratt og með smá-hvylftum. Um það
hjer um bil mitt liggur belti, um 20 m
breitt upp og ofan, og um 70 m langt frá
austri til vesturs, nálega algróið öspinni,
og henni nær einvörðungu; voru runn-
arnir þjettir með köflum og mældi jeg
þar á nokkrum stöðum alt að 1 m langar
plöntur, en svo eru þær kræklóttar, að
þær ná hvergi nærri þeirri hæð.
Umhverfis þetta runnbelti, einkum ofan
og neðan, er melurinn ber að heita má,
en stanglingur er þar af nýjum rótar-
sprotum, ntörgum allþroskalegum, alt að
40 sm, og víða alveg beinum skýtur þeim
upp frá lárjettum rótartágum, er liggja
grunt i jörðu, oft eigi nema 2—5 sm, og
víða sjer i þær berar. Sumstaðar reka þær
olnboga upp úr melnum, og vaxa þá oft
smáhríslur út úr berum olnbogunum.
Langt er oft á milli sprotanna á sömu
tág.
Utan girðingarinnar, einkum vestan við
hana, var stanglingur af rótarsprotum
innan um fjalldrapa og sortulyngsrunna,
en allir voru þeir meira og minna bitnir;
sýnir það, hvað fje er sólgið í plöntuna,
enda kvað espilauf hafa verið notað til
fóðurs í Noregi.
Hvergi vottaði fyrir blómum eða aldin-
um, svo telja má víst, að runnar þessir
sjeu með öllu ófrjóir og æxlist eingöngu
og breiðist út með rótarsprotum.
Stefán lýsir síðan öspinni nákvæm-
lega á grasafræðilega vísu og birtir af
henni þrjár myndir. Segir m. a.:
Islenska öspin (P. tremula L. f. islandica) er
kræklóttur smárunni, 50—100 sm hár,
sprottinn upp af löngum allgildum
(venjulega 5 — 8 mm að þverm.), þykk-
börkuðum, víðskriðulum, grunnlægum
rótartágum. Bolstofnarnir alt að 7 sm að
ummáli með örmjóum árhringum . . .
Stefán gat talið 17 — 20 árhringa í
gildustu bolstofnunum, en komin voru
ellimörk á um tvítuga stofnana. Telur
hann liklegast að runnar þessir séu allir
komnir út af einum og sama einstakl-
ingi, svo öll runnabreiðan sé í raun og
veru einn einstaklingur. Ekki þótti Stef-
áni neinar likur benda til þess að öspin
hafi verið gróðursett þarna. Þótti hon-
um trúlegast að öspin hafi vaxið þar frá
alda öðli, en líklega strjált innan um
birkiskógana, og hafi verið stórvaxnari
jjar sem hún naut skjóls og friðar.
Segir ennfremur að nafnið Espihóll
bendi ótvíræðilega til þess, að jrarna
hafi ösp eða aspir gróið til forna. Hafa
þær að öllum líkindum vaxið sunnan í
hólnum og þrifist jaar vel.
. . . Espihóllinn i Fnjóskadal og Espihóll-
inn eyfirski eru báðir fornar jökulöldur.
290