Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 3
Náttúrufrœdingurinn ■ 49 (4), 1979 ■ Bls. 257—320 ■ Reykjavík, júní 1980
Helgi Björnsson:
Snjóflóð og snjóflóðavarnir
INNGANGUR
Snjóflóð liafa valdiö dauða fleiri Is-
lendinga en nokkur önnur tegund nátt-
úruhamfara. Um 600 mannslát af völd-
um snjóflóða hafa verið skráð í 11 alda
sögu þjóðarinnar. Eflaust skipta hin
óskráðu hundruðum. Það sem af er
þessari öld hafa um 120 manns farist í
snjóflóðum. Þar við bætist gífurlegt
eignatjón.
Með rannsóknum má eflaust draga
mjög úr tjóni vegna snjóflóða. Ef skipu-
lega er unnið að því að meta snjóflóða-
hættu er í flestum tilvikum auðveldara
að spá um komu snjóflóða en annarra
náttúruhamfara svo sem jarðskjálfta,
eldgosa og vatnsflóða. Sé árvekni gætt
við mat á snjóflóðahættu gefst því oft
ráðrúm til að forðast hættuna með því
að grípa til varnaraðgerða, t. d. loka
vegum í bili, rýma byggð, hleypa niður
snjóþekjum, kalla út björgunarsveitir og
flytja fólk burt af hættusvæðum. Þessar
varnaraðgerðir má kalla skammtíma-
varnir. Ennfremur er með nútímatækni
unnt á ýmsan hátt að draga úr tjóni
vegna snjóflóða með því að reisa varn-
arvirki, sem verja byggð og vegi til
frambúðar gegn snjóflóðum, og jafnvel
er unnt að minnka líkur á að flóð nái að
falla úr fjallshlíðum. Þó er sums staðar
ráðlegast að flytja byggð, vegi, síma- og
raflínur frá hættusvæðunum.
í þessari grein er rætt um orsakir
snjóflóða og teknar eru saman ýmsar
meginreglur, sem hafa þarf i huga þegar
meta skal hvar Mkur eru á að snjóflóð falli
og hvenœr þeirra er helst von. Einnig er
rætt um eðli snjóflóðanna, hreyfingar
þeirra, afl og skriðlengd. Mat á þessum
atriðum er grundvöllur að viðbrögðum
við snjóflóðahættu, bæði hvað varðar
skammtímavarnir og gerð varnarvirkja
gegn snjóflóðum til frambúðar.
LANDSLAG OG SNJÓSÖFNUN
A SNJÓFLÓÐASVÆÐUM
Helst er hætta á snjóflóðum í snjó-
þungu fjalllendi. Benda má á tvo
landslagsþætti, sem ráða mestu um hvar
snjór safnast í fjöll. Þessir þættir eru
annars vegar lega fjallshlíöar fyrir þeim
vindáttum, sem flytja mesta úrkomu og
snjó skefur mest úr, og hins vegar hratti
hlíðarinnar.
Snjókoma vex venjulega með hæð yfir
sjó, en vindur ræður einnig miklu um
hvar snjór safnast í fjallshlíðar. Vindur
dreifir ekki snjó jafnt heldur safnast
hann mest saman á stöku staði og þar
getur snjódýpt orðið margföld úrkom-
Náttúrufræðingurinn, 49 (4), 1979
257