Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 40
sum egglaga eöa nærri kringlóu, eink-
um á gönrlum greinum.
Sauöfé er beitt i hlíöina á vetrum og
var mér sagt aö öspin bítist mun meir en
birkiö, hyrfi jafnvel viö beitina og sæist
lítt eöa ekki sumarið eftir. Síðan kæmu
einstaka asparteinungar í ljós aftur,
|regar beitinni léttir af landinu. Þetta
var ritað áriö 1956. Síðan hefur svæðiö
veriö girt og friöað og hefur tognað úr
öspinni (Skógræktin).
ÖSP I STÖÐVARFIRÐI
Sumarið 1959 dvaldist Eyþór Einars-
son grasafræðingur nokkra daga í
Stöðvarfirði við gróðurrannsóknir. Kom
þá til hans ungur piltur Björgúlfur
Kristjánsson á Kirkjubólsseli og kvaðst
hafa fundið blæösp þar í firðinum, þeg-
ar hann var í göngum fyrir tveimur ár-
um. Hafði hann tekið grein af þessum
runna heim með sér, og hún strax verið
ákvörðuð af frænda hans, Arnleifi
Þórðarsyni.
Fórum við svo á staðinn (ritar Eyþór í
Náttúrufræðinginn 1959, bls. 191) og
þetta stóð heima, þar óx blæösp. Hún
vex þarna i blómlegum lyng- og birki-
kjarrbrekkum meðfram dálitlum læk í
ca. 200 m hæð yfir sjávarmáli í hlíðinni
beint upp af eyðibýlinu Strönd. Það voru
þarna einar 100 blæasparplöntur, flestar
i kringum 20—30 sm á hæð, en þær
hæstu 40—50 sm háar; þær uxu hvergi
margar saman, en sáust standa ein og ein
upp úr lynginu hingað og þangað á dá-
litlu svæði. Þetta er fjórði fundarstaður
blæasparinnar á Austurlandi; tveir
hinna þriggja eru einmitt sinn hvoru
megin Stöðvarfjarðar, Breiðdalur að
sunnan og Fáskrúðsfjörður að norðan, og
er Stöðvarfjarðaröspin líkust þeirri í Fá-
skrúðsfirði um vaxtarlag og blaðlögun,
en cins og kunnugt er, þá er blæöspin
nokkuð breytileg.
Þannig er blæösp nú fundin villt á
fimm stöðum á Islandi. Útbreiðslan er
mest í Egilsstaðaskógi og þar næst í
Jórvík í Breiðdal; en minnsta svæðið er
að Garði i Fnjóskadal, enda skilyrði erf-
ið þar, ófrjór melur og snjóþungt.
ER ÖSPIN GÖMUL
I LANDINU?
Ekkert er sannað um aldur asparinn-
ar að svo komnu máli. Mér þykir lik-
legast að öspin sé gömul í landinu líkt og
björkin. Á landnámsöld hefur hún lík-
legast vaxið víðar en nú, þótt ætíð hafi
verið miklu minna um hana en birkið.
Espihóll í Eyjafirði er sennilega kenndur
við aspir sem þar hafa vaxið. Geta má
þess einnig, að sumarið 1962 sýndi Sig-
urgeir Halldórsson, bóndi á Öngulstöð-
um í Eyjafirði, mér forvitnilega trjá-
plöntu í garði sínum. Reyndist það vera
blæösp um 1 m á hæð. Sigurgeir kvaðst
hafa verið á ferð í Garðsárgili, gegnt
skógræktargirðingunni, fyrir 8 árum, að
safna smáum birkiplönlum til gróður-
setningar, og reyndist asparplantan
vera meðal þeirra. lýg gerði mér ferð í
Garðsárgil í asparleit, þar sem Sigurgeir
tók birkiplönturnar og öspina óvart
með. Þarna vex birkikjarr á talsverðu
svæði í gilinu, en ofar, þar sem betur er
kindagengt, er allt birki eytt. Ekki fann
ég ösp, en vel getur hún samt leynst
þarna. Sjá nánar í Náttúrufræðingnum
1968, bls. 30—31. Við Steingrímsfjörð
er til örnefnið og bæjarnafnið Asparvík
og er þar birkikjarr í dalverpi skammt
frá. Öspin er algeng á Norðurlöndum og
hafa landnámsmenn þekkt hana næsta
vel í heimkynnum sínum. Norðmenn
telja hana bítast meira en birkið, og
sama virðist vera að segja hér, sbr. lýs-
294