Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 40
sum egglaga eöa nærri kringlóu, eink- um á gönrlum greinum. Sauöfé er beitt i hlíöina á vetrum og var mér sagt aö öspin bítist mun meir en birkiö, hyrfi jafnvel viö beitina og sæist lítt eöa ekki sumarið eftir. Síðan kæmu einstaka asparteinungar í ljós aftur, |regar beitinni léttir af landinu. Þetta var ritað áriö 1956. Síðan hefur svæðiö veriö girt og friöað og hefur tognað úr öspinni (Skógræktin). ÖSP I STÖÐVARFIRÐI Sumarið 1959 dvaldist Eyþór Einars- son grasafræðingur nokkra daga í Stöðvarfirði við gróðurrannsóknir. Kom þá til hans ungur piltur Björgúlfur Kristjánsson á Kirkjubólsseli og kvaðst hafa fundið blæösp þar í firðinum, þeg- ar hann var í göngum fyrir tveimur ár- um. Hafði hann tekið grein af þessum runna heim með sér, og hún strax verið ákvörðuð af frænda hans, Arnleifi Þórðarsyni. Fórum við svo á staðinn (ritar Eyþór í Náttúrufræðinginn 1959, bls. 191) og þetta stóð heima, þar óx blæösp. Hún vex þarna i blómlegum lyng- og birki- kjarrbrekkum meðfram dálitlum læk í ca. 200 m hæð yfir sjávarmáli í hlíðinni beint upp af eyðibýlinu Strönd. Það voru þarna einar 100 blæasparplöntur, flestar i kringum 20—30 sm á hæð, en þær hæstu 40—50 sm háar; þær uxu hvergi margar saman, en sáust standa ein og ein upp úr lynginu hingað og þangað á dá- litlu svæði. Þetta er fjórði fundarstaður blæasparinnar á Austurlandi; tveir hinna þriggja eru einmitt sinn hvoru megin Stöðvarfjarðar, Breiðdalur að sunnan og Fáskrúðsfjörður að norðan, og er Stöðvarfjarðaröspin líkust þeirri í Fá- skrúðsfirði um vaxtarlag og blaðlögun, en cins og kunnugt er, þá er blæöspin nokkuð breytileg. Þannig er blæösp nú fundin villt á fimm stöðum á Islandi. Útbreiðslan er mest í Egilsstaðaskógi og þar næst í Jórvík í Breiðdal; en minnsta svæðið er að Garði i Fnjóskadal, enda skilyrði erf- ið þar, ófrjór melur og snjóþungt. ER ÖSPIN GÖMUL I LANDINU? Ekkert er sannað um aldur asparinn- ar að svo komnu máli. Mér þykir lik- legast að öspin sé gömul í landinu líkt og björkin. Á landnámsöld hefur hún lík- legast vaxið víðar en nú, þótt ætíð hafi verið miklu minna um hana en birkið. Espihóll í Eyjafirði er sennilega kenndur við aspir sem þar hafa vaxið. Geta má þess einnig, að sumarið 1962 sýndi Sig- urgeir Halldórsson, bóndi á Öngulstöð- um í Eyjafirði, mér forvitnilega trjá- plöntu í garði sínum. Reyndist það vera blæösp um 1 m á hæð. Sigurgeir kvaðst hafa verið á ferð í Garðsárgili, gegnt skógræktargirðingunni, fyrir 8 árum, að safna smáum birkiplönlum til gróður- setningar, og reyndist asparplantan vera meðal þeirra. lýg gerði mér ferð í Garðsárgil í asparleit, þar sem Sigurgeir tók birkiplönturnar og öspina óvart með. Þarna vex birkikjarr á talsverðu svæði í gilinu, en ofar, þar sem betur er kindagengt, er allt birki eytt. Ekki fann ég ösp, en vel getur hún samt leynst þarna. Sjá nánar í Náttúrufræðingnum 1968, bls. 30—31. Við Steingrímsfjörð er til örnefnið og bæjarnafnið Asparvík og er þar birkikjarr í dalverpi skammt frá. Öspin er algeng á Norðurlöndum og hafa landnámsmenn þekkt hana næsta vel í heimkynnum sínum. Norðmenn telja hana bítast meira en birkið, og sama virðist vera að segja hér, sbr. lýs- 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.