Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 15
byggingaframkvæmdum á þessu svæði. 2. Blátt svœði. Þar eru líkur á flóði með þrýstiáraun undir 3 t/m2 á 30 til 300 ára fresti. Á þessu svæði er leyfi veitt til bygginga með ákveðnum skilyrð- um um snjóflóðavarnir, sem draga úr hættu. 3. Gult svæði. Þar eru líkur á flóði með þrýstingi 0.3 t/m2 sjaldnar en á 30 ára fresti. Á þessu svæði þarf að fylgjast með allri umferð þegar snjó- flóðahætta er yfirvofandi. 4. Hvítt svœði. Þar er talin engin snjó- flóðahætta. Mikilvægt er að meta hættu á snjó- flóðum á öllum athafnasvæðum hér á landi og setja reglur um nýtingu lands. Er nauðsynlegt að slíkt mati fari fram við allt skipulag byggðar, lagningu vega, raflína og símalína. En síðast en ekki síst er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst hvar hættusvæði eru þegar hætta er á að snjóflóð falli. SNJÓFLÓÐAVARNIR Við höfum nú rætt um mat á því hvenær og hvar snjóflóð falla. Næsta verkefni er að ræða um snjóflóðavarnir, sem miða að því að draga úr slysum, tjóni á mannvirkjum og truflun á sam- göngum af völdum snjóflóða. Unnt er að standa að snjóflóðavörnum á tvenn- an hátt. I fyrsta lagi á þann hátt að banna allar framkvæmdir á hættu- svæðum eða rýma þau í hvert sinn, sem snjóflóðahætta er yfirvofandi. I öðru lagi má taka þá ákvörðun að mæta snjóflóðahættu með því að koma upp varnarvirkjum á hættusvæðunum. Mun nú rætt um þessa tvo kosti. Viðbrögð viðyfirvofandi snjóflóðahœttu Meginreglan við snjóflóðavarnir er að forðast snjóflóðahættu. Mörg mannslíf hefðu sparast ef ferðamenn hefðu sneitt hjá hættusvæðum eða valið leiðir um fjalllendi með snjóflóðahættu í huga, hugað að veðri, landslagi, snjómagni og dreifingu snjós, sneitt hjá hlíðum, sem eru hlémegin við meginvindáttir, eink- um undir hengjum og giljum, og lagt frekar leið sína um áveðurshlíðar, hryggi eða flöt svæði (8. mynd). Sérhver ferðamaður skyldi vera minnugur þess að fari hann inn á hættusvæði hættir hann ekki aðeins sínu eigin lífi heldur einnig lífi samferðamanna sinna og jafnvel björgunarsveita. Samkvæmt reglunni um að forðast snjóflóðahættu ber einnig að koma í veg fyrir að lagt sé að óþörfu í framkvæmdir á hættusvæð- um, t. d. að byggingar séu reistar, vegir og möstur raflína séu lögð í hlauprásir. Einnig ber að sjálfsögðu að forða fólki frá hættusvæðum og loka vegum þegar snjóflóðahætta skellur á. Viðbrögð við yfirvofandi snjóflóða- hættu verða best skipulögð af almanna- vörnum i hverju byggðarlagi. Setja þarf ákveðnar reglur um viðbrögð þegar hætta nær vissu stigi. Til minnis skulu hér talin upp nokkur atriði, sem hafa þarf í huga. Skipa þarf stjornstöð snjóflóðavarna og undir hennar stjórn vinna eftirtaldar sveitir: a) Aðvörunarsveit. Þessi sveit fylgist með snjóflóðahættu, sendir út aðvaranir og sér um að koma þeim til skila. Fylgjast þarf með öllum þekktum flóðfarvegum, sem gætu valdið hættu í byggð og á vegum. Aðvar- 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.