Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 22
saman eða sprungur fara að myndast efst ! hlíðum. Mikilvægt er að hatda skrá yfir allar at- huganir, scm gerðar eru við mat á snjó- flóöahættu, og þær spár, sem gerðar eru á grundvelli þeirra. A þann hátt einan er unnt að safna þeirri reynslu, sem er forsenda þess að snjóflóðaspár verði stöðugt markvissari. Á 12. mynd er sýnt hvernig skrá má hinar ýmsu athuganir á línurit. Mælt er sterklega með þvi að gögn verði skráð á þennan hátt þvi að þannig fæst yfirlit yfir þá veðurþætti, sem gætu gefið visbendingu um snjóflóöa- hættu á hinum einstöku athugunarstöðum. Athugun hefur þegar verið gerð á veður- þáttum þegar snjóflóðahrinur ganga yfir heilan landshluta. I ljós hefur komið að eft- irtalin vcðureinkenni marka yfirvofandi hættu á þurrum snjóflóðum í heilum landshlutum: 1. Vindátt er N til NA svo dögum skiptir. 2. Vindstyrkur fer vaxandi og nær 24 — 50 hnútum (6—10 vindstig, þ. e. frá stinn- ingskalda upp í rok). 3. Snjókoma er oftast mikil, frá 15 til 25 cm á sólarhring. 4. Lofthiti um frostmark eða vægt frost á veðurathugunarstöðvum. Hætta á kraþahlaufium eða rnjög votum flóðurn er hins vegar mikil þegar hitastig fer yfir frostmark og talsvert rignir i mikinn snjó. Aðdragandi nokkurra snjóflóða á íslandi Til fróöleiks munu nú talin upp nokkur snjóflóð, sem fallið hafa hér á landi síðustu hundrað árin, og drepið lauslega á veður dagana fyrir hlaupin. Fyrst mun greint frá þurrum flóðum og síðan votum (Megin- heimildir: Ólafur Jónsson: Skriðuföll og snjóflóð, 1958, og Veðráttan). Nokkur þurr flóð: 1. Snjóflóðið mikla á Seyðisfirði 18. febrúar 1885, úr Bjólfinum: Síðari hluta janúar tók að snjóa og hlóð niður snjó í þrjár vikur samfellt í N og NA hriðum og nokkru frosti. Flóð tóku að falla þegar 2. febrúar við Seyðisfjörð. 2. Snjóflóðið i Hnifsdal 18. febrúar 1910: Þorrinn var harður og snjóasamur og i febrúar gengu yfir stórhríðar svo vikunt skipti og hlóð niður fádæma snjó við Isafjarðardjúp og urðu miklar hengjur í fjallabrúnum móti S og SA. 3. Snjóflóðin við Siglufjörð og víðar 12,— 14. april 1919. Vikuna 5.— 12. april voru látlausar austanstórhríðar á Siglufirði og kyngdi niður feikna snjó. Flóð féllu einnig við Isafjörð og úr Bjólfinum við Seyðisfjörð. 4. Snjóflóðin á ísafirði og i Hnífsdal og ná- grenni 24. mars 1947: Talsverð snjókoma var framan af öllum marsmánuði, en þó sérstaklega 22.—23. mars, og var snjór þá orðinn meiri en menn mundu. 5. Snjóflóöahrina á Vestfjörðum og Mið- Norðurlandi í lok mars 1953: Siðla i niars geröi mikla snjóa víða um land. En að- faranótt 28. mars geisaði hvöss stórhríð um Vestur-, Norður- og Austurland með miklum fannburði. Undir morgun féll flóð úr Kirkjubólshlið austanvert viö botn Skutulsfjarðar. Sama dag skemmdi snjóflóð hitaveitu Ólafsfjarðar i Skeggja- brekkudal og skiðaskáli ísfirðinga eyði- lagðist i flóði. Snjóburðurinn og flóðin héldu áfram og t. d. féll flóð 2. april skammt frá Flateyri og olli spjöllum á kirkjugarðinum. Flóð féllu víða á Norð- urlandi. 6. Flóð úr Bjólfinum 27. mars 1967 á svip- uðum stað og 1885: Frá 22. mars hélst nær óslitin norðanátt með snjókomu og vaxandi vindi. Hinn 24. mars var NA strekkingur og hinn 25. mars N og NA stormur og rok. 7. Flóð viða á Vestfjörðum (Isafirði, Flat- eyri, við Önundarfjörð) 10. nóvember 1969: Hinn 8. og 9. nóvember var við- áttumikið lægðarsvæði milli Islands og Noregs. Vindur var N og NA um allt land með mikilli úrkomu frá Vestfjörð- um til Austfjarða. Viða var stormur 9. og 10. nóvember. 8. Flóð á Vestur-, Norður- og Austurlandi 11. —14. febrúar 1974: Vikuna á undan flóðunum var lengst af N og NA átt með snjókomu og frá 9.—13. febrúar var stórhrið. 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.