Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 56
þátta og bregðast við þeim. En það frelsi sem taugakerfið veitir frá þvingandi skipunum erfðaboðanna er ekki allt sem sýnist. Enginn efast um að gerð tauga- kerfisins sé í öllum aðalatriðum ákvörð- uð af erfðaefninu. Viðbrögð þess og öll störf hljóta því að falla innan þeirra marka sem erfðaefnið setur. FRUMUSTJÓRN Eins og gefur að skilja eru hin marg- þættu störf sem fram fara í lifandi frumu ekki unnin stjórnlaust hvert í kapp við annað heldur er framkvæmd þeirra stillt til samræmis við þarfir frumunnar eða lífverunnar sem hún er hluti af. Stjórn er t.d. höfð á tjáningu erfðaefnisins sjálfs (RKS myndun) og á starfsemi fullmótaðra hvítusameinda. Núverandi þekking manna á stjórn- unaraðferðum frumna er að miklu leyti sótt í rannsóknir á gerilfrumum. Stjórn- kerfi þeirra hafa verið krufin með líf- efnafræðilegum og erfðafræðilegum að- ferðum. Af ýmsum ástæðum hefur gengið erfiölegar að afla haldgóðrar vitneskju um stjórnkerfi kjarnafrumna, sérstaklega frumna í æðri fjölfrumung- um. Rannsóknir á frumustjórnkerfum hafa beint athygli manna að sérstæðum og afar mikilvægum eiginleika margra hvítusameinda. Hann er fólginn í næmi fyrir áhrifum ákveðinna smásameinda sem bundist geta hvítunum og valdið breytingum á Iögum þeirra og sérvirkni. Slíkar smásameindir hafa einu nafni verið kallaðar stýrilsameindir eða stýrlar (effectors), en hvíturnar sem þær verka á eru sagðar vera stýrilnæmar (allosteric). Margar lífhvatahvítur eru stýrilnæmar. Þær hafa sérstakan tengi- stað fyrir stýril sinn, ólíkan tengistað hvarfefnis (substrate). Tenging stýril- sameindar getur haft úrslitaáhrif á virkni lífhvata, t.d. gert hann óstarf- hæfan með öllu. I gerlum er algengt að smásameind, t.d. amínósýra, sem er lokaafurð efnamyndunarbrautar, geti verkað sem stýrill á fyrsta lífhvata brautarinnar og hindrað starfsemi hans (8. mynd). Stöðvast þá framleiðsla á af- urðinni. Verði síðar lítið um afurðina í ætinu dregur úr áhrifum stýrilsins, líf- hvatinn starfar og afurðin er framleidd á ný. Þetta er kallað afturkastshindrun (feedback inhibition). Þannig getur fruman temprað starfsemi fullmótaðra hvítusameinda. 8. mynd. Afturkastshindrun í gerlinum E. coli. Amínósýran ísólúsín er mynduð úr amínósýrunni þreóníni fyrir tilstilli 5 líf- hvata (A-E). Þegar mikið er um isólúsin i gerilfrumunum verkar það sem stýrill á fyrsta lifhvatann (A) i þessari efnamynd- unarbraut og heftir starfsemi hans. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög dregur úr framleiðslu isólúsíns i frumunni. þreónín i , oc-Ketóbutýrat ! )s Acetóhyd roxýbútyrat ! 1° ' Díhýdroxýísólúsín ! 1D ■ oc-Ketóísólúsín L- ---- Ísólúsín 310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.