Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 4
1. mynd. Yfirlitsmynd (loftmynd) af kortlagða svæðinu. - Aireal view of the mapped area. (Ljósm Jphoto: Oddur Sigurðsson, 12. feb. 1982). 2. Jarðmyndanir frá nútíma (hój- ósen): a) Hraun b) Gjall c) Þykk laus jarðlög Basalthraunlögum berggrunnsins er skipt í þrjá flokka. Þeir eru: Þóleiít: Dulkornótt eða fínkornótt og oftast dílalaust. Ólivínbasalt: Fín- til millikorna, oft með nállaga plagíóklaskristöllum og ólivíndílum. Dílabasalt: Plagíóklas- og oft einnig ólívíndílótt. Dílar mynda a. m.k. 3% af rúmmáli bergsins. Basaltflokkunin er byggð á kerfi Walkers (1959) og Ágústs Guðmunds- sonar o. fl. (1982), sjá greinaröð Sveins P. Jakobssonar (1984) í Náttúru- fræðingnum. Berggrunninum er skipt í myndanir, sem eru auðkenndar á kortinu með bókstöfum. Myndanirnar eru oftast samsettar úr margskonar bergflokk- um. Ein og sama myndun getur haft mismunandi segulstefnu, því að mynd- anaskilin eru valin nteð það í huga að myndanirnar séu jarðfræðileg eining í tíma og rúmi, þ. e. a. s. eining, sem unnt er að rekja í jarðlagastaflanum og greina frá öðrum myndununr. Auk þessa er bergið greint í ísúrt berg (andesít), súrt berg (líparít), set- berg og nióberg. Móberginu er skipt eftir aldri í móberg frá Matuyama seg- ulskeiði (eldra en 0,7 milljón ára) og móberg frá Brunhes segulskeiði (yngra en 0,7 milljón ára). Bergið er einnig flokkað eftir segul- stefnu í rétt segulntagnað (normal (N)), öfugt segulmagnað (reverse(R)) og óvisst (anomal (A)). Segulstefna 98

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.