Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 5
2. mynd. Staðsetningarkort. Berg frá Brunhes (síðkvarter) og gosbelti í gráum lit. - Location map. Pleistocene rocks and the neovolcanic zone are in grey shade. veitir upplýsingar um aldur og aldurs- afstöðu jarðlaga. Kemur hún að miklu gagni við tengingu jarðlaga og jarð- sögulega túlkun. Jarðmyndunum frá nútíma er skipt í fimm undirflokka. Þar af eru þrír flokkar hrauna. Byggist flokkunin bæði á útliti og efnasamsetningu og er nánar lýst hér á eftir. Hinir flokkarnir eru gjall og þykk laus jarðlög. Kortlagða svæðið er í vesturjaðri eystra gosbeltisins (2.mynd) og nær myndunarsaga berggrunnsins yfir s. 1. tvær milljónir ára. Á þeim tíma hafa skipst á hlýskeið og jökulskeið. Men j- ar jökulskeiðanna eru móberg og set- berg (einkum jökulberg), en einnig sjást oft merki um að dalir hafi grafist í berggrunninn á jökulskeiðum. Dalir þessir voru yfirleitt grunnir og smám saman fylltust þeir flestir af hraunum, sem runnu á hlýskeiðum. Tveir dýpstu dalirnir eru enn viö lýöi. Annar þeirra er Þjórsárdalur. Botn hans er þakinn hrauni frá nútíma. í ísaldarlok var botn Þjórsárdals líklega um 20-40 m neðar, eða nálægt 120 m y. s. Annar dalur álíka djúpur hefur verið austan- vert við Búrfell, en hann er nú að miklu leyti fylltur af Tungnár- hraunum. JARÐSAGA Á 3. mynd er sýnd upphleðsla jarð- myndana á kortlagða svæðinu á ein- faldaðan hátt og aldursafstaða mynd- ananna, sem eru auðkenndar með bókstöfum á kortinu. Hér á eftir verð- ur helstu einkennum hverrar myndun- ar um sig lýst og byrjaö á þeirri elstu. BS Búrfellsskógsmyndun. Mvndun- in dregur nafn af Búrfellsskógi, sem er 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.