Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 8
5. mynd. Vesturhlíðar Búrfells. Búrfellsskógsmyndun er neðst til hægri. Brotalínur sjást greinilega á myndinni. — The western slopes of Mt. Búrfell. Tlie lower half of the mountain belongs to the Búrfellsskógs formation. Note also the conspicous tectonic faults. (Ljósm.Iphoto: Ágúst Guðmundsson). má sjá við Háafoss (4. mynd). Aldur móbergsins er líklega um 1,7 milljónir ára, en basaltið, sem ofaná liggur er álitið vera myndað á Gilsár segulvik- inu fyrir um 1,6 milljónum ára. Reykholtsmyndun kemur fram á snið- um C-D og E-F á jarðfræðikortinu. Á næsta jökulskeiði (eða jökul- skeiðum) hefur grafist dalur austan viö Fossárdalseldstöðina, þar sem Sárns- staðamúli er nú. Dalurinn hefur náð norður undir Sandafell og hefur hann verið dýpstur syðst, um 100 m, en grynnkað talsvert til norðurs. Unt sama leyti hafa myndast keilugangar í Fossárdal (6. mynd) og einnig súrir og ísúrir gangar í Reykholti. Súrt og ísúrt berg í neðri hluta jarðlagastaflans er nokkuð útbreitt og auk þess er mikil ummyndun í móbergi í innanverðum Fjórsárdal. Þetta bendir til þess, að þarna hafi verið virk megineldstöð fyrir u. þ. b. 1,5—2 milljón árum. Líp- arítið kemur fram á sniðum A-B, C-D, E-F og K-L á kortinu. í Skeljafelli er líparíthryggur með stefnu NA-SV (7. mynd). Viö syðri enda hans má sjá merki um að líparítið hafi troðist inn undir dyngjusyrpuna í Reykholts- myndun (RIÍ), sem áður var minnst á, og snarað henni og nærliggjandi lögum nálægt 25°. Hins vegar er ekki að sjá, að líparítið hafi hreyft við lögunum, sem liggja ofar í staflanum. Þetta er því að hluta til innskot, þótt toppur þess hafi myndað gúl eða hrygg á yfir- borði. Líklegt má telja, að basaltlög Sámsstaöamúlamyndunar og yngri lög hafi runnið upp að líparíthryggnum að austan. 102

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.