Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 9
6. mynd. Innsti hluti Þjórsárdals. Keilugangar sjást í bökkum Fossár. — The innermost part of the Þjórsárdalur valley with cone sheets protruding at the banks of the Fossá river. (Ljósm.Iphoto: Ágúst Guðmundsson júlí 1981) Á milli Búðarháls og Fitjaskóga er líparít útbreitt neðan til í hlíðum vest- an Þjórsár og einnig eru kollar úr súru bergi undir vesturhlíðum Búðarháls (Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1973). Kjarnaboranir hafa leitt í Ijós, að líparít er víða undir Sandafelli (Björn Jónsson og fl. 1982) og er það líklega myndað á sama tíma og líparít- ið í Fitjaskógum og Skeljafelli. Sunnan til í Fossöldu eru nokkur ísúr hraunlög, sent leggjast oftin á mó- berg, er tilheyrir Reykholtsntyndun og dílabasalthraunlög sjást í skriðuöri innar í dalnunt. Dílabasaltlögin skipta móberginu í Fossöldu í tvennt. Undir þeim er talsvert ummyndað túff nteð keilugöngum auk súrra ganga og smá innskota, en ofan á þeim er móberg hiust viö ummyndun og myndar það koll Fossöldu. ! Rauðukömbum eru nokkur ísúr smáinnskot, sem líkjast mjög hraunlögunum. SM Sámsstaðamúlamyndun. I kjöl- far jökulskeiðsins, sem gróf fyrrnefnd- an dal við Fossárdalsmegineldstöðina kom hlýskeið. Þá runnu stakdílótt hraun og fylltu dalinn smám saman. Efri hluti hraunanna er „kubbastuðl- aður“ og ber þess vitni að ár hafi flæmst um dalinn þegar hraunin runnu. Einkunt er þetta áberandi í Sámsstaðamúla. Lögin koma fram í brúnunum ofan við Háafoss þar sem þau hafa runniö yfir miklar setfyllur, sent mynduðust við jaðra megineld- stöðvarinnar. Undir hraunlögununt er sunts staðar gróft hnullungaset, sem líklega hefur myndast í fornum árfar- vegum. Þetta set má sjá t. d. ofan við hliðargöngin við Búrfellsstöð og í hlíð- inni neðan viö aðrennslisskurð Búr- 103

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.