Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 11
8. mynd. Búrfellsvirkjun og Sámsstaðamúli. - IView of tlie Hydro Power Slation at Mt. Búrfell. (Ljósm.Iphoto'. Ágúst Guðmundsson júní 1980) móberg af ýmsum gerðum, svo sem túff, túffbreksía og þursaberg. Jökul- berg er mjög víðáttumikið og má rekja það nær samfellt frá fossinum Dynk í Þjórsá og suður í hlíðar Stangarfjalls. Svo er að sjá sem setlög þessi hafi sest til í allmiklu roflandslagi, sem virðist fyigja dalamyndun með NA-SV stefnu og liggur einn „dalurinn" um Sandafell og e. t. v. ntilli Sámsstaða- klifs og Búrfells ofan við aðrennslis- göng Búrfellsvirkjunar. Nokkur óli- vínbasaltlög eru í þessu óreglulega landslagi og eru þau víðast smástuðlað kubbaberg, sem bendir til að þau hafi runnið eftir fornum árfarvegum og konrist í snertingu við vatn er þau runnu. Upphleðsla jarðlaga í Fossárdal breytist talsvert ofan setlaganna. Áhrifa megineldstöðvarinnar gætir ekki ofan þeirra og einnig breytist halli jarðlaganna. Neðan við setlögin er jarðlagahalli nokkuð óreglulegur, en þó oftast norðaustlægur. Ofan setlag- anna er hallinn hins vegar 1—2° til suðausturs. Hraunlög í efri hluta Sandafellsmyndunar eru rétt segul- rnögnuð og er talið að þau séu frá segulvikinu Jaramilló, eða unr einnar milljón ára gömul. Þessi rétt segul- mögnuðu hraunlög finnast víðast hvar á vestan- og norðanverðu kortlagða svæðinu, allt frá Búrfelli að Búðar- hálsi. í suðvestur hlutanum virðast þau hafa runniö eftir farvegum, en 105

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.