Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 16
km3 að stærð. Flest hafa þau runnið tugi kílómetra frá upptökum (allt að 130 km), en hraunin frá Heklu eru yfirleitt 0,1-0,3 km3 og hafa runnið lengst um 12 km frá upptökum, a. m. k. við Heklu norðan- og vestan- verða. Tungnárhraun eru helluhraun, þótt þau séu oft úfin og brotin, en Hekluhraunin eru apalhraun. Yfir- borð hraunanna sést yfirleitt ógreini- lega á kortlagða svæðinu vegna þess að þau eru mjög gjóskuborin og stund- um alveg hulin eins og milli Búrfells og Sauðafellsöldu. Um aldur hrauna er nokkuð vitað út frá afstöðu þeirra til þekktra gjósku- laga eins og sést á 2. mynd. Gjósku- lögin, sem aðallega hafa verið notuð til aldursákvörðunar eru Heklulögin H5 um 6200 ára, H4 um 4000 ára og H3 um 2800 ára. Aldurinn er miðaður við óleiðréttan geislakolsaldur (Guð- rún Larsen og Sigurður Þórarinsson 1978). Auk þess eru nokkur fleiri gjóskulög notuð til viðmiðunar t.d. „landnámslagið", sem kom upp við gos í Vatnaöldum rétt fyrir árið 900 og lag kennt við Grákollu um 1850 ára (Guðrún Larsen 1984). TUNGNÁRHRAUN Þrjú elstu Tungnárhraunin, Þjórsár- hraun eldra (THa), Þjórsárhraun yngra (THb) og nafnlaust hraun (THc) eru sýnd á afstöðumyndinni (3. mynd) þótt þau sjáist ekki á yfirborði, en hafa fundist í borholum í sundinu milli Búrfells og Sauðafellsöldu. Þau koma fram undan yngri hraunum milii Búr- fells og Galtalækjar rétt sunnan við jaðar kortlagða svæðisins. Elsta hraunið er um 8000 ára (C14 aldur), (Guðmundur Kjartansson o. fl. 1964). Tungnárhraun (THd, THe). Elstu hraunin, sem sjást á yfirborði á kort- lagða svæðinu eru Tungnárhraunin (THd) og (THe). Þau eru nafnlaus. Þau koma fram í dalnum milli Lang- öldu og Búðarháls og einnig í Leirdal og við Þjófafoss. Aldur þessara hrauna er áætlaður um 5500 ár. Kvíslahraun (THf) hefur víða fund- ist í borholum milli Búrfells og Búðar- háls. Á yfirborði sést það við jaðar Sölvahrauns og í Rangárbotnum, einn- ig fyrir neðan Tröllkonuhlaup og við Þjófafoss. Kvíslahraun er aðeins eldra en H4 og er aldur þess áætlaður um 4500 ár. Þjórsárdalshraun (THh) er næst í aldursröðinni. Það hefur farið niður Gjána í Þjórsárdal (11. mynd) og breitt úr sér í dalnum. Þar einkennist það af þyrpingum af gervigígum, sem gefa dalnum sérstakt svipmót. Við fossinn Hjálp er mjög fallegt fossgljúf- ur, þar sem Fossá hefur skorið gegn- um hraunið eins og sést á 7. mynd og þar má einnig sjá gervigíga í hrauninu. Lítill sem enginn aldursmunur virðist vera á Þjórsárdalshrauni og Búrfells- hrauni, sem lýst er hér á eftir, en þau eru vel aðgreind af háum hraunjaðri ofan við Gjána. Búrfellshraun (THi) hefur mesta út- breiðslu á kortlagða svæðinu. Það rann skömmu áður en gjóskulagið H3 féll eða fyrir um 3000 árum. Það hefur runn- ið beggja vegna Stóra-Melfells og meira að segja hefur örmjó tunga úr því náð að renna um gilskorning þvert yfir Stóra-Melfell. Búrfellshraun breiðir úr sér í lægð milli Melfells og Langöldu, þar sem síðar opnaðist gossprungan Heklutögl á nyrsta hluta Heklukerfisins. Þegar kemur vestur fyrir Valafell og Langöldu breiðir Búrfellshraun úr sér. Tunga úr því teygir sig langt inn eftir farvegi Þjórsár milli Búðarháls og Fitjaskóga. Tungan er hulin seti er innar dregur, en útbreiðsla hraunsins þar hefur verið könnuð með segulmæl- ingum og borunum í sambandi við 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.