Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 20
Þunnfljótandi hraun Klukkan 23.49 þann 4. september, 1984 hófst níunda eldgosið í Kröflu. Náði gossprungan frá Leirhnjúki norður að Éthóli eða um 8.5 km. Sprungan var slitrótt og lágu sprungu- bútarnir skástígt til noröurs. Gosið hætti síðan skömmu eftir hádegi þann 18. september. Flatarmál hraunsins er um 24 km2 og var hraunflæðið mikið, einkum fyrstu dagana. Hraunið sem kom upp í þessu gosi var ákaflega þunnfljótandi eins og í fyrri gosum og rann hratt. Rennslis- hraði í eldánni, sem rann til norðurs í janúar 1982, var um 5 m/sek og gekk á með boðaföllum. Það þótti mér þó merkilegra að í gosinu 1984 rann hraunið norður að landamerkjagirð- ingu sem lögð hefur verið þvert á Gjástykki og í gegnum möskvana í girð- ingunni í hraunjaðrinum. Tréstaurar sem halda girðingunni uppi brunnu og hélst girðingin uppi á staurum utan við hraunið, eins og sést á myndinni hér að neðan (Helgi Torfason, 6. sept. 1984). Hraunið hefur verið um 1100°C heitt og mjög gasríkt, en seigja (visco- sity) veltur t.d. á efnasamsetningu, hita, gasmagni, þrýstingi, kristöllun, vatnsinnihaldi o.fl. Basalthraun eru meira þunnfljótandi en andesít; líp- aríthraun eru enn seigari og mynda þykk hraun, t.d. Laugahraun í Land- mannalaugum. Seigja er mæld í ein- ingunni poise (eftir eðlis- og stjarn- fræðingnum Jean Louis Marie. Poiseuille 11869) og segir til um „hraðamismun tveggja samsíða flata sem hreyfast í sömu átt innan vökvans.“ Þannig er sagt að seigja sé sá eiginleiki vökva er hamlar mismunandi innri hreyfingu, en streymi í hraunum og vatnsföllum er mest efst en minnkar er neðar dregur. Trausti Einarsson reyndi fyrstur manna að mæla seigju hrauns hérlendis er hann rak járntein í rennandi Hekluhraun 1947 og bar síðan saman við seigju í öðr- um vökvum, t.d. bráðnu biki. Helgi Torfason Orkustofnun Náttúrufræðingurinn 54 (3-4), bls. 114. 1985 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.