Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 21
Baldur Johnsen: Þetta er nú gellir séra Jón. Spjall um gulmöðru (Galium verum), Möðruvelli o. fl. YFIRLIT Reynt er að gera sér grein fyrir tengslum gellis í mjólk og gulmöðru (Galium verum) í sumarfóðri búpen- ings. Gellir í mjólk eða skyri lýsir sér sem ótímabær hleyping með drafla- myndun við flóun mjólkurinnar, sem eyðilagði skyrgerðina. Einnig er tæpt á þeirri hugmynd, að maðran muni vera hið upprunalega hleypigras. í fornöld var hleypingin upphaf osta og skyr- gerðar, sem síðar hefir breyst í tím- anna rás í hið mesta góðgæti eins og við íslendingar þekkjum það nú. Hleypingin var þá hinsvegar talin til „óvinafagnaðar". GELLIR í MJÓLK Já, hvað var nú gellir? í orðabók Blöndals (1920-1924) eru gefnar fernskonar skýringar, eða taldar fram fjórar aðalþýðingar. Þrjár lúta að ýms- um tegundum hávaða við hleypingu, gerjun eða ystingu mjólkur. Þegar mjólk (skyr) er yst, ber það við að yfirborðið bungar upp, þenst út í ílát- inu og þegar þrýst er á skánina eða hlaupið, eða þjappað að því, er líkt sem marri, ískri, eða bresti í skyrinu. Þá er sagt að kominn sé gellir í skyrið og verði þá skyrið slæmt. Annars var aðalþýðing á gelli sterkur rómur, öskur, gal o. fl. Höfundur þessa spjalls heyrði fyrst um þetta hjá gamalli konu, sem ættuð var frá Möðruvöllum í Eyjafirði, en það fylgdi sögunni, að þegar gellir hlypi í mjólkina yrði hún óhæf til skyr- gerðar og hlypi í dral'la við flóun áður en hinum rétta hleypi og þétti hafði verið bætt í. Þetta gerðist oftast að sumarlagi, þegar grös á túni og útjörð stóðu í blóma. Þá mátti stundum úr baðstofu heyra annarlegt þrusk eða skrjáf í búri og gaf það oft hugmynda- fluginu byr undir báða vængi, enda fyrirbæri þetta fyrrum kennt göldrum. HVER VORU ÞÁ TENGSL „GELLIS“ OG GULMÖÐRU? Ofangreind munnmæli frá Möðru- völlum kveiktu hjá undirrituðum þá hugmynd, að tengsl kynnu að vera á milli gulmöðru í fóðri búpenings og gellis í mjólk í möðruhéraðinu, þar sem þrjú stórbýli voru heitin eftir möðru þegar við landnám (eitt Möðru- fell og tvennir Möðruvellir.) Gulmaðran er eins og kunnugt er lit- fögur í sumarskrúði með kryddblönd- uðum hunangsilmi, sem búpeningur sækir í. Spurningin var hvort nokkuð í nöfnum þessarar plöntu benti til hleypiseiginleika hér á landi eða ann- arsstaðar eins og á sér stað um lyfja- gras, öðru nafni hleypisgras (Pinguic- Náttúrufræöingurinn 54 (3-4), bls. 115-118, 1985 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.