Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 21
Baldur Johnsen:
Þetta er nú gellir séra Jón.
Spjall um gulmöðru (Galium verum),
Möðruvelli o. fl.
YFIRLIT
Reynt er að gera sér grein fyrir
tengslum gellis í mjólk og gulmöðru
(Galium verum) í sumarfóðri búpen-
ings. Gellir í mjólk eða skyri lýsir sér
sem ótímabær hleyping með drafla-
myndun við flóun mjólkurinnar, sem
eyðilagði skyrgerðina. Einnig er tæpt á
þeirri hugmynd, að maðran muni vera
hið upprunalega hleypigras. í fornöld
var hleypingin upphaf osta og skyr-
gerðar, sem síðar hefir breyst í tím-
anna rás í hið mesta góðgæti eins og
við íslendingar þekkjum það nú.
Hleypingin var þá hinsvegar talin til
„óvinafagnaðar".
GELLIR í MJÓLK
Já, hvað var nú gellir? í orðabók
Blöndals (1920-1924) eru gefnar
fernskonar skýringar, eða taldar fram
fjórar aðalþýðingar. Þrjár lúta að ýms-
um tegundum hávaða við hleypingu,
gerjun eða ystingu mjólkur. Þegar
mjólk (skyr) er yst, ber það við að
yfirborðið bungar upp, þenst út í ílát-
inu og þegar þrýst er á skánina eða
hlaupið, eða þjappað að því, er líkt
sem marri, ískri, eða bresti í skyrinu.
Þá er sagt að kominn sé gellir í skyrið
og verði þá skyrið slæmt. Annars var
aðalþýðing á gelli sterkur rómur,
öskur, gal o. fl.
Höfundur þessa spjalls heyrði fyrst
um þetta hjá gamalli konu, sem ættuð
var frá Möðruvöllum í Eyjafirði, en
það fylgdi sögunni, að þegar gellir
hlypi í mjólkina yrði hún óhæf til skyr-
gerðar og hlypi í dral'la við flóun áður
en hinum rétta hleypi og þétti hafði
verið bætt í. Þetta gerðist oftast að
sumarlagi, þegar grös á túni og útjörð
stóðu í blóma. Þá mátti stundum úr
baðstofu heyra annarlegt þrusk eða
skrjáf í búri og gaf það oft hugmynda-
fluginu byr undir báða vængi, enda
fyrirbæri þetta fyrrum kennt göldrum.
HVER VORU ÞÁ TENGSL
„GELLIS“ OG GULMÖÐRU?
Ofangreind munnmæli frá Möðru-
völlum kveiktu hjá undirrituðum þá
hugmynd, að tengsl kynnu að vera á
milli gulmöðru í fóðri búpenings og
gellis í mjólk í möðruhéraðinu, þar
sem þrjú stórbýli voru heitin eftir
möðru þegar við landnám (eitt Möðru-
fell og tvennir Möðruvellir.)
Gulmaðran er eins og kunnugt er lit-
fögur í sumarskrúði með kryddblönd-
uðum hunangsilmi, sem búpeningur
sækir í. Spurningin var hvort nokkuð í
nöfnum þessarar plöntu benti til
hleypiseiginleika hér á landi eða ann-
arsstaðar eins og á sér stað um lyfja-
gras, öðru nafni hleypisgras (Pinguic-
Náttúrufræöingurinn 54 (3-4), bls. 115-118, 1985
115