Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 25
Leó Kristjánsson: Bergsegulmælingar — nytsöm tækni við jarðfræðikortlagningu INNGANGUR Jarðlagafræði (stratigraphy) hefur lengi verið ein af mikilvægustu grein- urn jarðfræðinnar. Eitt viðfangsefna hennar er að kortleggja afstöðu jarð- myndana á tilteknu svæði, og að kanna í hvaða röð og á hvaða tímabili þau hafi myndast. Við tengingar milli nálægra jarð- lagasniða er lykilatriði að hafa út- breidd leiðarlög með auðþekkt ein- kenni, sem myndast hafa á sem skemmstum tíma. Margháttaðar að- ferðir hafa verið þróaðar til að hjálpa við slíka kortlagningu, bæði á set- lögum nreginlandanna og á gosbergs- myndunum. Á ýmsum svæðum í heiminum er þessari kortlagningu að mestu lokið; í samræmi við það hefur starfssvið jarðvísindamanna smám saman færst frá kortlagningarstarfi úti í mörkinni og til annarra rannsókna á eiginleikum jarðlaga, t.d. greininga í rannsóknastofum eða fjarkönnunar. Hér verða kynnt ýmis grundvallar- atriði varðandi einfalda mælingarað- ferð, sem reynst hefur vel við kortlagn- ingu jarðmyndana, einkum hrauna, á blágrýtissvæðum íslands. Sögulegt yfirlit um vísindalegan árangur slíkra rannsókna hérlendis hefur birst ann- arsstaðar (Leó Kristjánsson 1982) og von er á grein um ýmis tæknileg atriði við framkvæmd mælinganna (Leó Kristjánsson 1984). JARÐLAGAKORTLAGNING Á ÍSLANDI Frumherjar jarðfræðirannsókna á íslandi voru ekki í aðstöðu til að fram- kvæma ítarlega kortlagningu jarð- myndana með tilliti til aldurs. Kom þar einkum til, að hér eru fá augljós leiðarlög. í eldri hluta íslenska jarð- lagastaflans virðast hraunlög við fyrstu sýn öll vera svipuð að útliti; í yngri hlutanum hafa áhrif jökultímans hins- vegar valdið því að einstakar jarð- myndanir hafa litla útbreiðslu og geta verið mjög breytilegar að gerð. Því er erfitt að rekja þær milli svæða. Þekktustu leiðarlög frá síðtertíerum og árkvarterum tíma á íslenskum blá- grýtissvæðum eru surtarbrandslögin (oft með tilheyrandi þykkum ösku- lögum), súr gjóskulög, og jökulberg (tillite). Gerðu menn snemma tilraun- ir til að tengja þessi lög rnilli fjarlægra sniða. Með athugunum Jan Hospers og síðar Trausta Einarssonar á seguleigin- leikum gosbergs á fslandi upp úr 1950, opnuðust nýjar dyr við kortlagningu íslenskra jarðlaga. í ljós kom að all- þykkar syrpur hrauna höfðu svipaða stefnu varanlegrar segulmögnunar, ýmist „upp“ eða „niður", og mátti mæla hana með einföldum útbúnaði, jafnvel áttavita, úti í mörkinni. Þessi segulmælingatækni var notuð til kortlagningar á mörgum jarðlagasnið- Náttúrufræöingurinn 54 (3-4). bls. 119-130, 1985 119

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.